„Ég er með orkideur á heilanum” Steinar Fjeldsted skrifar 12. október 2022 21:21 Ljósmynd: Dóra Dúna. JFDR – er listamannsnafn Jófríðar Ákadóttur, en tilkynnt var í dag um að hún hafi skrifað undir útgáfusamning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Ný smáskífa og myndband við lagið "The Orchid" koma einnig út í dag, þriðjudag. Leikstjóri myndbandsins er Joseph Burgess, en lagið og myndbandið þykja gefa góð fyrirheit um það sem koma skal. "Ég hugsa um lögin mín dálítið eins og orkideur" segir Jófríður, "ég er með orkideur á heilanum. Orkidean er tákn meðal annars fyrir frjósemi, og ég hef verið að hugsa mikið um endurfæðingu og nýtt upphaf. Orkídean táknar allt í senn, frjósemi, sköpun, fegurð og dulúð", segir Jófríður. Jófríður hóf ung að fást við tónlist eða um 14 ára gömul. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölmargar plötur, bæði sem meðlimur sveitanna Pascal Pinon og Samaris, auk þess að starfa með Ólafi Arnalds og Damien Rice, svo einhverjir séu nefndir. Jófríður hefur hlotið frábæra dóma fyrir tónlist sína, en sem JFDR hefur hún sent frá sér tvær breiðskífur, og Björk nefndi Jófríði meðal annars í nýlegu viðtali sem einn af sínum áhrifavöldum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið
Ný smáskífa og myndband við lagið "The Orchid" koma einnig út í dag, þriðjudag. Leikstjóri myndbandsins er Joseph Burgess, en lagið og myndbandið þykja gefa góð fyrirheit um það sem koma skal. "Ég hugsa um lögin mín dálítið eins og orkideur" segir Jófríður, "ég er með orkideur á heilanum. Orkidean er tákn meðal annars fyrir frjósemi, og ég hef verið að hugsa mikið um endurfæðingu og nýtt upphaf. Orkídean táknar allt í senn, frjósemi, sköpun, fegurð og dulúð", segir Jófríður. Jófríður hóf ung að fást við tónlist eða um 14 ára gömul. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölmargar plötur, bæði sem meðlimur sveitanna Pascal Pinon og Samaris, auk þess að starfa með Ólafi Arnalds og Damien Rice, svo einhverjir séu nefndir. Jófríður hefur hlotið frábæra dóma fyrir tónlist sína, en sem JFDR hefur hún sent frá sér tvær breiðskífur, og Björk nefndi Jófríði meðal annars í nýlegu viðtali sem einn af sínum áhrifavöldum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið