Alexander-Arnold fór sömu leið og Ari Freyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2022 07:00 Trent Alexander-Arnold hefur spilað sem hægri bakvörður undanfarin sjö ár. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool. Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira