Fór í legnám og missir af næstu leikjum Englandsmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:30 Emma Hayes mun missa af næstu leikjum Chelsea. Harriet Lander/Getty Images Þjálfari Englandsmeistara Chelsea, Emma Hayes, mun missa af næstu leikjum liðsins eftir að hafa farið í legnám. Frá þessu greindi hún á Twitter-síðu sinni fyrr í dag, fimmtudag. Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is.
Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira