Kara Saunders lætur CrossFit samtökin heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 08:31 Kara Saunders með dóttur sinni Scotti. Instagram/@crossfitgames Ástralar eru stórveldi í CrossFit íþróttinni enda eiga þeir sexfaldan heimsmeistara í kvennaflokki, Tia-Clair Toomey-Orr. Ein af bestu CrossFit konunum í sögu þessa heimshluta er mjög ósátt með hlutskipti Ástralíu í nýrri undankeppni fyrir heimsleikana. Toomey-Orr er sú eina í sögunni, hvort sem um ræðir karla eða konur, sem hefur unnið sex heimsmeistaratitla. Hún hefur verið með mikla yfirburði síðustu sex ár og rétt missti af heimsmeistaratitlinum til Katrínar Tönju Davíðsdóttir tvö ár þar á undan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair er ekki sú eina öfluga CrossFit-kona frá Ástralíu því þaðan kemur einnig Kara Saunders. Nýjar breytingar á undankeppni heimsleikanna fóru mjög illa í Köru þar sem Norður-Ameríka og Evrópa fá sérstaka meðferð en Ástralía er sett í sama flokk með Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Norður-Ameríku fær tvö sextíu manna undanúrslit og Evrópu ein sextíu manna undanúrslit. CrossFit samtökin munu sjá um þau en hinar svæðakeppnirnar verða í umsjón annarra og þar komast aðeins þrjátíu efstu að. Kara Saunders hefur keppt á tíu heimsleikum og var sú fyrsta sem kom til baka strax inn á heimsleika eftir að hafa eignast barn. Okkar Anníe Mist Þórisdóttir fylgdi síðan í kjölfarið og kom til baka innan við ári eftir að hafa eignast Freyju Mist. Kara hneykslaðist á því í viðtali við Morning Chalk Up vefinn af hverju Ástralíu er enn á ný sett í annan flokk á eftir Norður-Ameríku og Evrópu. „Þetta er fáránlegt,“ sagði Kara Saunders. „Mín fyrri reynsla af þessum undanúrslitum er að með því að láta utanaðkomandi aðila sjá um keppnina þá býr það til möguleika á ósanngjarni keppni, bæði hvað varðar æfingarnar sjálfar en eins með meðferðina á ákveðnum keppendum,“ sagði Kara. „Ég er orðin hundleið á því að Ástralía sé aldrei talin vera stórþjóð í þessu sporti. Besta CrossFit kona allra tíma er áströlsk og ef ég segi alveg eins og er þá var eina leiðin fyrir hana til að öðlast einhverja virðingu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna,“ sagði Kara. Kara fagnar því samt að svæðakeppnin er komin aftur. „Ég sjálf elskaði svæðakeppnisárin vitandi það að það var samræmi út um allan heim,“ sagði Kara. CrossFit Tengdar fréttir Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. 12. október 2022 08:31 Vasaklútamyndband þegar Kara Saunders fékk loksins að faðma stelpuna sína CrossFit konan Kara Saunders getur loksins verið hún sjálf á ný og með fjölskyldu sinni eftir að hafa fengið í gegnum hálfgert helvíti síðustu vikur. 19. ágúst 2021 11:30 Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Sjá meira
Toomey-Orr er sú eina í sögunni, hvort sem um ræðir karla eða konur, sem hefur unnið sex heimsmeistaratitla. Hún hefur verið með mikla yfirburði síðustu sex ár og rétt missti af heimsmeistaratitlinum til Katrínar Tönju Davíðsdóttir tvö ár þar á undan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair er ekki sú eina öfluga CrossFit-kona frá Ástralíu því þaðan kemur einnig Kara Saunders. Nýjar breytingar á undankeppni heimsleikanna fóru mjög illa í Köru þar sem Norður-Ameríka og Evrópa fá sérstaka meðferð en Ástralía er sett í sama flokk með Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Norður-Ameríku fær tvö sextíu manna undanúrslit og Evrópu ein sextíu manna undanúrslit. CrossFit samtökin munu sjá um þau en hinar svæðakeppnirnar verða í umsjón annarra og þar komast aðeins þrjátíu efstu að. Kara Saunders hefur keppt á tíu heimsleikum og var sú fyrsta sem kom til baka strax inn á heimsleika eftir að hafa eignast barn. Okkar Anníe Mist Þórisdóttir fylgdi síðan í kjölfarið og kom til baka innan við ári eftir að hafa eignast Freyju Mist. Kara hneykslaðist á því í viðtali við Morning Chalk Up vefinn af hverju Ástralíu er enn á ný sett í annan flokk á eftir Norður-Ameríku og Evrópu. „Þetta er fáránlegt,“ sagði Kara Saunders. „Mín fyrri reynsla af þessum undanúrslitum er að með því að láta utanaðkomandi aðila sjá um keppnina þá býr það til möguleika á ósanngjarni keppni, bæði hvað varðar æfingarnar sjálfar en eins með meðferðina á ákveðnum keppendum,“ sagði Kara. „Ég er orðin hundleið á því að Ástralía sé aldrei talin vera stórþjóð í þessu sporti. Besta CrossFit kona allra tíma er áströlsk og ef ég segi alveg eins og er þá var eina leiðin fyrir hana til að öðlast einhverja virðingu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna,“ sagði Kara. Kara fagnar því samt að svæðakeppnin er komin aftur. „Ég sjálf elskaði svæðakeppnisárin vitandi það að það var samræmi út um allan heim,“ sagði Kara.
CrossFit Tengdar fréttir Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. 12. október 2022 08:31 Vasaklútamyndband þegar Kara Saunders fékk loksins að faðma stelpuna sína CrossFit konan Kara Saunders getur loksins verið hún sjálf á ný og með fjölskyldu sinni eftir að hafa fengið í gegnum hálfgert helvíti síðustu vikur. 19. ágúst 2021 11:30 Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Sjá meira
Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. 12. október 2022 08:31
Vasaklútamyndband þegar Kara Saunders fékk loksins að faðma stelpuna sína CrossFit konan Kara Saunders getur loksins verið hún sjálf á ný og með fjölskyldu sinni eftir að hafa fengið í gegnum hálfgert helvíti síðustu vikur. 19. ágúst 2021 11:30
Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30