Innherji

Eign­a­mark­að­ir ættu að njót­a þess að Ís­land sé í öf­unds­verðr­i stöð­u

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Styrkleikar Íslands eru meðal annars að Seðlabankinn hóf aldrei peningaprentun að neinu ráð í Covid og tók að hækka stýrivexti fyrri en aðrir seðlabankar, að mati sjóðstjóra Algildis.
Styrkleikar Íslands eru meðal annars að Seðlabankinn hóf aldrei peningaprentun að neinu ráð í Covid og tók að hækka stýrivexti fyrri en aðrir seðlabankar, að mati sjóðstjóra Algildis. vísir/stefán

Sjóðstjóri fjárfestingasjóðsins Algildi segist ekki vera „mjög bjartsýnn“ á erlenda eignamarkaði um þessar mundir. Staðan hérlendis sé mun betri. Ísland sé í öfundsverðri stöðu og því ætti eignamörkuðum hérlendis að vegna betur en margra annarra landa sem standi verr að vígi.


Tengdar fréttir

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×