LAVA lagði Dusty! Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. október 2022 22:21 Leikurinn fór fram í Inferno, Dusty vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. LAVA var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni en StebbiC0C0 bjargaði lotunni fyrir horn. LAVA jafnaði strax í næstu lotu og TripleG kom þeim yfir á síðustu stundu í þeirri þriðju. Sóknin var öflug en Dusty jafnaði í 3–3 með ótrúlegri ninja-aftengingu frá Kruzer. Mikill stígandi var með Dusty og náði Th0r í ás af svölunum í níundu lotu til að koma Dusty í 6–3. Eddezennn var í essinu sínu, sem og StebbiC0C0 og með góðum grensum og mollum hélt Dusty LAVA frá því að komast í góðar stöður og skapa sér tækifæri. Staða í hálfleik: Dusty 11 – 4 LAVA LAVA tók enga sénsa í upphafi síðari hálfleiks og krækti sér í fyrstu loturnar í síðari hálfleik nokkuð auðveldlega. LAVA beitti ýmsum sprengjum vel til að halda aftur af Dusty og voru mun samhæfðari og skipulagðari í aðgerðum sínum en í fyrri hálfleik og fjórföld fella frá Instant minnkaði muninn í þrjú stig. Hægt og rólega saxaði LAVA á forskotið og Spike jafnaði metin, 11–11, með stórkostlegri fellu á Th0r einn á móti einum. Það sem vantaði uppá hjá Dusty var að geta breytt skipulagi sínu þegar það var greinilega ekki að virka og Kruzer var svo gott sem fjarverandi. Eddezennn kom Dusty þó yfir á ný í 12–11 en öll pressan var á þeim þar sem SAGA hélt áfram að raða inn lotunum. Spike var gífurlega góður á vappanum á meðan Instant, Stalz og Goa7er hittu vel. Þreföld fella frá Spike kom LAVA í 15–12 eftir brösuglega lotu þar sem allt gekk á afturfótunum og frábært framtak Goa7er í 28. lotu innsiglaði sigurinn fyrir LAVA. Lokastaða: Dusty 12 – 16 LAVA Það munaði því heldur betur um þessar örfáu lotur sem LAVA vann í byrjun leiksins og er sigurgöngu Dusty nú lokið. Dusty eru þó enn í fyrsta sæti, jafnir Þór að stigum, en LAVA er einungis 2 stigum á eftir toppliðunum núna. Næstu leikir liðanna: Dusty – NÚ, þriðjudaginn 25/10, klukkan 19:30. LAVA – Ármann, fimmtudaginn 27/10, klukkan 19:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Tengdar fréttir StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Það var hið ósigraða lið Dusty sem tók á móti fyrrum liðsfélaga sínum, LeFluff í Fylki. 14. október 2022 15:01 TripleG trylltur í háloftunum LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti. 12. október 2022 14:00 Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01
Leikurinn fór fram í Inferno, Dusty vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. LAVA var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni en StebbiC0C0 bjargaði lotunni fyrir horn. LAVA jafnaði strax í næstu lotu og TripleG kom þeim yfir á síðustu stundu í þeirri þriðju. Sóknin var öflug en Dusty jafnaði í 3–3 með ótrúlegri ninja-aftengingu frá Kruzer. Mikill stígandi var með Dusty og náði Th0r í ás af svölunum í níundu lotu til að koma Dusty í 6–3. Eddezennn var í essinu sínu, sem og StebbiC0C0 og með góðum grensum og mollum hélt Dusty LAVA frá því að komast í góðar stöður og skapa sér tækifæri. Staða í hálfleik: Dusty 11 – 4 LAVA LAVA tók enga sénsa í upphafi síðari hálfleiks og krækti sér í fyrstu loturnar í síðari hálfleik nokkuð auðveldlega. LAVA beitti ýmsum sprengjum vel til að halda aftur af Dusty og voru mun samhæfðari og skipulagðari í aðgerðum sínum en í fyrri hálfleik og fjórföld fella frá Instant minnkaði muninn í þrjú stig. Hægt og rólega saxaði LAVA á forskotið og Spike jafnaði metin, 11–11, með stórkostlegri fellu á Th0r einn á móti einum. Það sem vantaði uppá hjá Dusty var að geta breytt skipulagi sínu þegar það var greinilega ekki að virka og Kruzer var svo gott sem fjarverandi. Eddezennn kom Dusty þó yfir á ný í 12–11 en öll pressan var á þeim þar sem SAGA hélt áfram að raða inn lotunum. Spike var gífurlega góður á vappanum á meðan Instant, Stalz og Goa7er hittu vel. Þreföld fella frá Spike kom LAVA í 15–12 eftir brösuglega lotu þar sem allt gekk á afturfótunum og frábært framtak Goa7er í 28. lotu innsiglaði sigurinn fyrir LAVA. Lokastaða: Dusty 12 – 16 LAVA Það munaði því heldur betur um þessar örfáu lotur sem LAVA vann í byrjun leiksins og er sigurgöngu Dusty nú lokið. Dusty eru þó enn í fyrsta sæti, jafnir Þór að stigum, en LAVA er einungis 2 stigum á eftir toppliðunum núna. Næstu leikir liðanna: Dusty – NÚ, þriðjudaginn 25/10, klukkan 19:30. LAVA – Ármann, fimmtudaginn 27/10, klukkan 19:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Tengdar fréttir StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Það var hið ósigraða lið Dusty sem tók á móti fyrrum liðsfélaga sínum, LeFluff í Fylki. 14. október 2022 15:01 TripleG trylltur í háloftunum LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti. 12. október 2022 14:00 Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01
StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Það var hið ósigraða lið Dusty sem tók á móti fyrrum liðsfélaga sínum, LeFluff í Fylki. 14. október 2022 15:01
TripleG trylltur í háloftunum LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti. 12. október 2022 14:00
Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti