Brjálað að gera á skriðsundnámskeiðum á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2022 20:06 Viktor Emil, sem er stoltur og ánægður með hvað námskeiðin hans hafa slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og tveggja ára sundkappi hefur slegið í gegn í Sundlaug Akureyrar því þar er hann með námskeið fyrir fullorðna í skriðsundi og komast færri að en vilja. Það eru margir í erfiðleikum að ná tækninni í skriðsundi á meðan aðrir fara létt með það og geta synt sundið endalaust. Viktor Emil Sigtryggsson æfði sund í mörg ár á Akureyri en nú hefur hann tekið upp á því að bjóða fólki að skrá sig á skriðsundsnámskeið hjá sér, sjö skipti í einu, til að ná tækninni fyrir fullt og allt. „Ég var beðin um að halda svona námskeið þegar ég var í pottinum einn daginn. Kona kom til mín og spurði hvort ég væri ekki sundþjálfari og hvort ég væri ekki til í að halda skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna og ég sló til og gerði það. Þetta hefur slegið í gegn. Ég auglýsti þetta fyrst og fékk 30 eða 40 fyrirspurnir og síðan hefur þetta bara hrannast upp, ég hef verið að halda námskeið mjög reglulega á Akureyri,“ segir Viktor Emil. En er skriðsund flókið sund? „Það er ekkert sérstaklega flókið þegar maður er búin að ná því en það getur reynst svolítið flókið ef maður hefur ekki réttu tæknina,“ segir hann. Hvað er það sem er svona flóknast við það? „Flestir segja að anda, já, ætli það sé ekki bara að anda, að ná því að halda hendinni frammi, við erum að slaka á í hverju taki, það getur reynst svolítið flókið,“ segir Viktor Emil. Mikil ánægja er með námskeiðin hjá Viktori. „Ég er mjög ánægður, það þýðir ekkert annað, nóg borgar maður, strákurinn er góður kennari,“ segir Þórður Snæbjörnsson þátttakandi á námskeiðinu og skellihlær. „Hann stendur sig vel í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur, við erum mjög stolt og ánægð með Viktor,“ segir Birna Ingólfsdóttir þátttakandi á námskeiðinu. Þátttakendur eru mjög ánægðir með Viktor Emil, kennara á námskeiðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Sund Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Það eru margir í erfiðleikum að ná tækninni í skriðsundi á meðan aðrir fara létt með það og geta synt sundið endalaust. Viktor Emil Sigtryggsson æfði sund í mörg ár á Akureyri en nú hefur hann tekið upp á því að bjóða fólki að skrá sig á skriðsundsnámskeið hjá sér, sjö skipti í einu, til að ná tækninni fyrir fullt og allt. „Ég var beðin um að halda svona námskeið þegar ég var í pottinum einn daginn. Kona kom til mín og spurði hvort ég væri ekki sundþjálfari og hvort ég væri ekki til í að halda skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna og ég sló til og gerði það. Þetta hefur slegið í gegn. Ég auglýsti þetta fyrst og fékk 30 eða 40 fyrirspurnir og síðan hefur þetta bara hrannast upp, ég hef verið að halda námskeið mjög reglulega á Akureyri,“ segir Viktor Emil. En er skriðsund flókið sund? „Það er ekkert sérstaklega flókið þegar maður er búin að ná því en það getur reynst svolítið flókið ef maður hefur ekki réttu tæknina,“ segir hann. Hvað er það sem er svona flóknast við það? „Flestir segja að anda, já, ætli það sé ekki bara að anda, að ná því að halda hendinni frammi, við erum að slaka á í hverju taki, það getur reynst svolítið flókið,“ segir Viktor Emil. Mikil ánægja er með námskeiðin hjá Viktori. „Ég er mjög ánægður, það þýðir ekkert annað, nóg borgar maður, strákurinn er góður kennari,“ segir Þórður Snæbjörnsson þátttakandi á námskeiðinu og skellihlær. „Hann stendur sig vel í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur, við erum mjög stolt og ánægð með Viktor,“ segir Birna Ingólfsdóttir þátttakandi á námskeiðinu. Þátttakendur eru mjög ánægðir með Viktor Emil, kennara á námskeiðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Sund Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira