Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. október 2022 11:10 Þær Selena Gomez og Hailey Bieber skinu skært á árlegum galaviðburði í Los Angeles um helgina. Þá skinu þær ennþá skærar þegar þær stilltu sér upp saman á ljósmynd á viðburðinum. Getty/Jon Kopaloff Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Hailey er, eins og frægt er, eiginkona poppstjörnunnar Justins Bieber. Parið gifti sig árið 2018, sama ár og Justin sleit sambandi sínu við tónlistarkonuna Selenu Gomez sem hafði staðið yfir í átta ár með hléum. View this post on Instagram A post shared by Ty (@tyrellhampton) Aðdáendur hafa verið sannfærðir um að Hailey hafi stolið Justin af Selenu. Þá hefur þeim stöllum gjarnan verið stillt upp á móti hvor annarri og þær sagðar óvinkonur, þrátt fyrir að þær hafi báðar ítrekað neitað fyrir það. Það vakti því mikla athygli þegar Selena og Hailey voru báðar á gestalista árlegs galakvölds Kvikmyndaakademíusafnsins í Los Angeles á laugardaginn. Þær nýttu tækifærið til þess að grafa hina ímynduðu stríðsöxi í eitt skipti fyrir öll með vinalegri myndatöku á viðburðinum. View this post on Instagram A post shared by Hailey Bieber Style (@haileybstyle) Það var ljósmyndarinn Tyrell Hamton sem náði þessu sögulega augnabliki á filmu. Selena og Hailey stóðu þétt upp við hvor aðra og brostu sínu breiðasta. Á einni myndinni héldu þær utan um hvor aðra og virtust perluvinkonur. Stutt er síðan Hailey Bieber var gestur í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún var spurð út í upphaf hjónabandsins og hvort hún hafi í raun „stolið“ Justin. Í þættinum vísaði Hailey þeim ásökunum alfarið á bug og sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30 Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Hailey er, eins og frægt er, eiginkona poppstjörnunnar Justins Bieber. Parið gifti sig árið 2018, sama ár og Justin sleit sambandi sínu við tónlistarkonuna Selenu Gomez sem hafði staðið yfir í átta ár með hléum. View this post on Instagram A post shared by Ty (@tyrellhampton) Aðdáendur hafa verið sannfærðir um að Hailey hafi stolið Justin af Selenu. Þá hefur þeim stöllum gjarnan verið stillt upp á móti hvor annarri og þær sagðar óvinkonur, þrátt fyrir að þær hafi báðar ítrekað neitað fyrir það. Það vakti því mikla athygli þegar Selena og Hailey voru báðar á gestalista árlegs galakvölds Kvikmyndaakademíusafnsins í Los Angeles á laugardaginn. Þær nýttu tækifærið til þess að grafa hina ímynduðu stríðsöxi í eitt skipti fyrir öll með vinalegri myndatöku á viðburðinum. View this post on Instagram A post shared by Hailey Bieber Style (@haileybstyle) Það var ljósmyndarinn Tyrell Hamton sem náði þessu sögulega augnabliki á filmu. Selena og Hailey stóðu þétt upp við hvor aðra og brostu sínu breiðasta. Á einni myndinni héldu þær utan um hvor aðra og virtust perluvinkonur. Stutt er síðan Hailey Bieber var gestur í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún var spurð út í upphaf hjónabandsins og hvort hún hafi í raun „stolið“ Justin. Í þættinum vísaði Hailey þeim ásökunum alfarið á bug og sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30 Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30
Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30
Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið