Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 11:26 Grunnskólabörn í Grindavík skiluðu undirskriftarlista með 168 nöfnum þar sem þrýst er á lengri opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Vísir/Vilhelm Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar. Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar.
Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00