Enski boltinn

Lögreglan kannar betur skemmdir á rútu Man. City á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúta Manchester City mætir hér til leiks á Anfield.
Rúta Manchester City mætir hér til leiks á Anfield. Getty/Peter Byrne

Rannsóknarlögreglumenn eru að skoða skemmdir á rútu Manchester City liðsins eftir viðburðaríkt ferðalag hennar til erkifjendanna í Liverpool um síðustu helgi.

Rútan varð fyrir meintri árás stuðningsmanna Liverpool á leið heim til Manchester eftir 1-0 tap meistaranna á móti Liverpool liðinu á Anfield á sunnudaginn var.

Myndir sýndu meðal annars brotna framrúðu á rútunni og Merseyside lögreglan leitar frekari upplýsinga um málið.

Lögreglan biðlar líka til allra sem eru með upptöku af atvikinu hvort sem er úr öryggismyndavél, bílamyndavél eða annars konar myndavél, að leyfa henni að skoða myndböndin til að fá frekari sannanir fyrir því sem gerðist.

Það gekk annars mjög mikið á Anfeld og ásakanir frá báðum herbúðum hafa komið fram.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði að stuðningsmenn Liverpool hefðu kastað í hann smápeningum en Liverpool fordæmdi óskemmtilega söngva stuðningsmanna City um Hillsborough harmleikinn.

Í viðbót hefur Jürgen Klopp verið kærður til aganefndar enska knattspyrnusambandsins en hann fékk á endanum rautt spjald fyrir mótmæli sín á hliðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×