Anníe Mist: Viðkvæm vegna magans á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir reynir að hafa jákvæð áhrif á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir vonast til þess að fylgjendur hennar setji sig í spor annarra og hugsi sig vel um áður en þeir gagnrýna. Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira