„Óttinn við að tapa er hættur að vera yfirgnæfandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. október 2022 20:30 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Höttur vann Þór Þorlákshöfn í 3. umferð Subway deildar-karla 89-91. Þetta var fyrsti sigur Hattar á tímabilinu og var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, afar kátur eftir annan sigurinn á Þór Þorlákshöfn í röð. „Mér er alveg sama á móti hvaða liði ég spila ef við vinnum en ég ætla ekki að vera með hroka og segja að ég væri til í að spila við Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Þeir eru erfiðir og við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn þeim í bikar og núna í deildinni þannig það verður fínt að fá annað lið í næstu viku sem er Tindastóll,“ sagði Viðar Örn aðspurður hvort hann væri til í að mæta Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Viðar var afar ánægður með varnarleikinn og baráttuna hjá sínu liði sem að hans mati stóð upp úr. „Mér fannst varnarleikurinn og fráköst hjá okkur. Þeir hittu úr erfiðum skotum í lokin og ég var ánægður með mína menn sem kláruðu þetta. Það er að verða til meiri þekking og við erum að verða stærri í okkur að fara að sækja sigra í stað þess að óttinn við tap er yfirgnæfandi.“ Þór Þorlákshöfn var þremur stigum yfir í hálfleik og lenti Höttur í villuvandræðum og Viðar hrósaði þeim sem komu inn af bekknum. „Við fengum margar villur á okkur í öðrum leikhluta þar sem þeir fóru snemma í bónus sem reyndist okkur erfitt á tímabili. Það var gott að fá Benna slátrara í leikinn til að berja á gamla maninnum þeirra sem gekk vel. “ Viðar var ánægður með þriðja leikhluta þar sem vörn Hattar var góð og heimamenn gerðu aðeins ellefu stig. „Vörnin var góð í þriðja leikhluta. Þegar þetta smellur þá erum við flottir og við þurfum bara að setja saman lengri kafla og byggja á því sem við viljum standa fyrir. Við náðum að sýna meira af því en áður og þetta kemur með blessaða kalda vatninu.“ Viðar sagði léttur að lokum að áran yfir blaðamanni hafi gert herslumuninn á lokamínútunum í leiknum. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
„Mér er alveg sama á móti hvaða liði ég spila ef við vinnum en ég ætla ekki að vera með hroka og segja að ég væri til í að spila við Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Þeir eru erfiðir og við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn þeim í bikar og núna í deildinni þannig það verður fínt að fá annað lið í næstu viku sem er Tindastóll,“ sagði Viðar Örn aðspurður hvort hann væri til í að mæta Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Viðar var afar ánægður með varnarleikinn og baráttuna hjá sínu liði sem að hans mati stóð upp úr. „Mér fannst varnarleikurinn og fráköst hjá okkur. Þeir hittu úr erfiðum skotum í lokin og ég var ánægður með mína menn sem kláruðu þetta. Það er að verða til meiri þekking og við erum að verða stærri í okkur að fara að sækja sigra í stað þess að óttinn við tap er yfirgnæfandi.“ Þór Þorlákshöfn var þremur stigum yfir í hálfleik og lenti Höttur í villuvandræðum og Viðar hrósaði þeim sem komu inn af bekknum. „Við fengum margar villur á okkur í öðrum leikhluta þar sem þeir fóru snemma í bónus sem reyndist okkur erfitt á tímabili. Það var gott að fá Benna slátrara í leikinn til að berja á gamla maninnum þeirra sem gekk vel. “ Viðar var ánægður með þriðja leikhluta þar sem vörn Hattar var góð og heimamenn gerðu aðeins ellefu stig. „Vörnin var góð í þriðja leikhluta. Þegar þetta smellur þá erum við flottir og við þurfum bara að setja saman lengri kafla og byggja á því sem við viljum standa fyrir. Við náðum að sýna meira af því en áður og þetta kemur með blessaða kalda vatninu.“ Viðar sagði léttur að lokum að áran yfir blaðamanni hafi gert herslumuninn á lokamínútunum í leiknum.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira