Erlent

Mikill eldur í Mexíkó eftir á­rekstur olíu­flutninga­bíls

Atli Ísleifsson skrifar
Mexíkóskir fjölmiðar segja að um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafi glímt við eldinn.
Mexíkóskir fjölmiðar segja að um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafi glímt við eldinn. Twitter

Miklar skemmdir hafa orðið á lestarteinum og tugum heimila í mexíkóska bænum Aguascalientes eftir árekstur olíuflutningabíls í gærkvöldi.

Á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af eldi og svörtum reyk sem leggi frá bænum og á einu myndskeiðinu má sjá hvernig lest þýtur í gegnum loga.

Í frétt BBC segir að 1.500 manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldsins, en bæði hús og bílar hafa orðið eldinum að bráð. Ekki hafa borist fréttir af dauðsföllum en einhverjir hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Fréttir eru óljósar um aðdraganda slyssins en lögregla hefur handtekið ökumann olíuflutningabílsins.

Leo Montañez, bæjarstjóri Aguascalientes, segir frá því að um þrjú hundruð heimili séu á svæðinu þar sem eldurinn kom upp og að 120 þeirra hafi ýmist skemmst eða eyðilagst.

Mexíkóskir fjölmiðar segja að um tvö hundruð slökkviliðsmenn glími við eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×