Elíza frumsýnir myndband við lagið Ósýnileg: Tími kvenna í rokki er kominn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2022 14:00 Eliza Newman. Aðsent Tónlistarkonan Elíza Newman sendi nýlega frá sér nýtt lag, Ósýnileg sem vakið hefur athygli fyrir kröftugan boðskap. Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið. Lagið Ósýnileg er af væntanlegri breiðskífu Elízu, Wonder Days, sem kemur út 28. október og er hennar fimmta sólóplata. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut þetta nýja myndband sem Elíza sendi frá sér föstudaginn 21.október. Hugmyndin að laginu kviknaði í framhaldi af #METOO byltingunni og er einhvers konar endurspeglun á því hvernig það er að vera kona í dag. Lagið öðlaðist svo meiri dýpt eftir að Elíza gekk í gegnum erfið veikindi á Covid tímabilinu og þá einangrun sem því fylgdi - sem leiddi til þess að henni fannst hún í raun ósýnileg. „Ég leik mér oft að fyrirfram ákveðnum hugtökum og klisjum í verkum mínum,“ segir Margrét. „Hérna skipti ég út gamla karl rokkaranum, einan á hótel herberginu sínu, sem við höfum séð alltof oft í allskonar myndum og ákvað að tími, rokkara konunnar, væri komin til að taka sitt pláss og gera þetta á sinn hátt.“ Klippa: Elíza Newman - Ósýnileg Tilfinning og ólga Karakterinn í tónlistarmyndbandinu heitir Beast og er leikin af Höllu Ólafsdóttur. Landsmenn geta séð hana og Amöndu Apetrea í dansverkinu Dead í Reykjavik Dans Festival í Nóvember. Lag Elízu hefst sem róleg ballaða og endar í brjáluðu rokki og er ákall til kvenna því konur eru ofurafl og þær flytja fjöll þó svo þær geri það oftast án láta, yfirgangs og ofsa og þær eru svo sannarlega ekki ósýnilegar eins og lag Elízu og myndband Margrétar sýnir á fullu krafti. „Tónlistarmyndbandið er tekið úr heimildarmynd Margrétar #Hashtag Tour sem gerist einmitt á sama tíma og metoo braust út 2017. Sú mynd mun koma út á næsta ári 2023. Margrét segir þegar hún heyrði lagið þá hugsaði hún strax um þetta óútgefna efni myndar sinnar sem virtist endurspegla nákvæmlega einhverja tilfinningu og ólgu sem hún fann fyrir þegar hún heyrði lagið hennar Elízu fyrst,“ segir í tilkynningu um lagið. Tímaskekkja í rokkinu Í sumar gagnrýndi Elíza harðlega tónleikana Rokk í Reykjavík. Sjálf er tónlistarkonan meðlimur í hljómsveitinni Kolrassa krókríðandi, en skipuleggjendur ákváðu að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi, án þess að kanna málið nánar. Elíza sagði þá tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Hún sagði í færslu sinna að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza sagði þetta um stöðuna í rokkinu og samfélaginu: „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991.“ Tónlist Tengdar fréttir Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17. júlí 2022 12:47 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lagið Ósýnileg er af væntanlegri breiðskífu Elízu, Wonder Days, sem kemur út 28. október og er hennar fimmta sólóplata. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut þetta nýja myndband sem Elíza sendi frá sér föstudaginn 21.október. Hugmyndin að laginu kviknaði í framhaldi af #METOO byltingunni og er einhvers konar endurspeglun á því hvernig það er að vera kona í dag. Lagið öðlaðist svo meiri dýpt eftir að Elíza gekk í gegnum erfið veikindi á Covid tímabilinu og þá einangrun sem því fylgdi - sem leiddi til þess að henni fannst hún í raun ósýnileg. „Ég leik mér oft að fyrirfram ákveðnum hugtökum og klisjum í verkum mínum,“ segir Margrét. „Hérna skipti ég út gamla karl rokkaranum, einan á hótel herberginu sínu, sem við höfum séð alltof oft í allskonar myndum og ákvað að tími, rokkara konunnar, væri komin til að taka sitt pláss og gera þetta á sinn hátt.“ Klippa: Elíza Newman - Ósýnileg Tilfinning og ólga Karakterinn í tónlistarmyndbandinu heitir Beast og er leikin af Höllu Ólafsdóttur. Landsmenn geta séð hana og Amöndu Apetrea í dansverkinu Dead í Reykjavik Dans Festival í Nóvember. Lag Elízu hefst sem róleg ballaða og endar í brjáluðu rokki og er ákall til kvenna því konur eru ofurafl og þær flytja fjöll þó svo þær geri það oftast án láta, yfirgangs og ofsa og þær eru svo sannarlega ekki ósýnilegar eins og lag Elízu og myndband Margrétar sýnir á fullu krafti. „Tónlistarmyndbandið er tekið úr heimildarmynd Margrétar #Hashtag Tour sem gerist einmitt á sama tíma og metoo braust út 2017. Sú mynd mun koma út á næsta ári 2023. Margrét segir þegar hún heyrði lagið þá hugsaði hún strax um þetta óútgefna efni myndar sinnar sem virtist endurspegla nákvæmlega einhverja tilfinningu og ólgu sem hún fann fyrir þegar hún heyrði lagið hennar Elízu fyrst,“ segir í tilkynningu um lagið. Tímaskekkja í rokkinu Í sumar gagnrýndi Elíza harðlega tónleikana Rokk í Reykjavík. Sjálf er tónlistarkonan meðlimur í hljómsveitinni Kolrassa krókríðandi, en skipuleggjendur ákváðu að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi, án þess að kanna málið nánar. Elíza sagði þá tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Hún sagði í færslu sinna að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza sagði þetta um stöðuna í rokkinu og samfélaginu: „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991.“
Tónlist Tengdar fréttir Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17. júlí 2022 12:47 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17. júlí 2022 12:47