Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. Þó ekki alltaf því ÍA varð jú Íslandsmeistari 2001, á sama tíma og félagið var svo gott sem gjaldþrota. En á þeim tíma voru lögmál leiksins að breytast, Skagamönnum í óhag. „Á sínum tíma þegar ÍA var uppi á sitt besta voru lögmálin þau að menn spiluðu meira á sínum mönnum og félagaskipti voru fátíðari. Og það hefur sýnt sig á undanförnum fimmtán árum eða svo að margir frá ÍA eru annars staðar,“ sagði Gísli Gíslason. Þetta er annar heimur sem ÍA hefur bara gengið illa að fóta sig í. Gísli hefur góða sýn yfir sviðið en hann var bæjarstjóri á Akranesi 1987-2005, átti þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu ÍA um aldamótin og var svo formaður félagsins. Gísli Gíslason var um tíma varaformaður KSÍ.vísir/hulda margrét Ýmsar ástæður eru fyrir því að ÍA hefur lent á eftir öðrum félögum þegar kemur að fjárhagslegu bolmagni. Annars vegar eru það breytingar á atvinnulífinu á Akranesi og hins vegar „óheppileg“ tímasetning blómaskeiðs ÍA ef svo má segja. Vantar breiddina „Sérstaklega úti á landi hafa orðið gríðarlegar breytingar á stuðningsaðilum. Fyrirtæki hafa flust og útibú helstu styrktaraðila hafa verið lögð niður eða færð á höfuðborgarsvæðið. Menn hafa ekki lengur þetta sjálfstæði í minni byggðarlögunum til að styðja við íþróttirnar eins og áður,“ sagði Gísli. HB Grandi sem heitir Brim í dag.vísir/hanna Það hafði til að mynda umtalsverð áhrif á rekstur ÍA þegar Grandi keypti Harald Böðvarsson og önnur útgerðarfyrirtæki á Akranesi. „Áður voru þrjú nokkuð öflug fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi sem öll lögðu til. Þegar þau voru að hluta til sameinuð í HB Granda varð hluturinn minni í heild. En Brim styður myndarlega við félög víða. En það vantar meiri breidd í stuðningsaðila,“ sagði Gísli. Höfnin á Akranesi.ljósmyndasafn akraness/árni s. árnason „Úti á landi voru þetta bankarnir, tryggingafélögin og útgerðin lögðu sitt af mörkum en þetta hefur breyst mikið. Samhliða því eru laun leikmanna miklu hærri en um síðustu aldamót,“ sagði Gísli ennfremur. Launakostnaður ÍA var lengi hóflegur og talið er að Sigurður Jónsson hafi verið fyrsti leikmaður félagsins sem fékk greitt fyrir að spila er hann sneri heim úr atvinnumennsku á Englandi 1992. Allt horfið Gunnar Sigurðsson var einn af lykilmönnunum á bak við tjöldin á gullaldarskeiði ÍA. Hann fór yfir viðburðaríkan feril sinn í tveimur þáttum í hlaðvarpinu Skagahraðlestinni fyrir tveimur árum. Þar kom hann meðal annars inn á þær viðamiklu breytingar sem hafa orðið á atvinnulífinu á Akranesi og fjölmörgum fyrirtækjum, til dæmis í fiskvinnslu og útgerð, sem nú heyra sögunni til og áhrif þess á ÍA. „Þegar ég stjórnaði hérna á sínum tíma fékk ég einn skammt af peningum frá HB, hálfan af Heimaskaga, hálfan skammt af Síldarverksmiðjunni, hálfan skammt af Haferninum, hálfan skammt af Þórði Óskarssyni, hálfan skammt af Runólfi Hallfreðssyni, hálfan skammt af Sementsverksmiðjunni. Þetta er allt horfið. Þetta var allt uppistaðan í tekjunum á sínum tíma,“ sagði Gunnar. „Við keyrðum vestur í slipp um daginn. Þá var verið að rífa restina af Skinfaxa. Svo fórum við niður Faxabrautina, Bárugötuna og Hafnarbrautina. Þetta eru níu hundruð störf sem hafa horfið. Og er það ekki ofsagt. Þetta hefur áhrif.“ Þá hafði það líka mikið að segja þegar KB banki hætti sem aðal styrktaraðili ÍA í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Það sama ár féll ÍA og var í kjölfarið þrjú tímabil í næstefstu deild. Nánast gjaldþrota eftir góðærið ÍA var besta lið landsins á 10. áratug síðustu aldar, varð Íslandsmeistari fimm sinnum í röð, bikarmeistari í tvígang og var fastagestur í Evrópukeppnum. En samt stóð félagið eftir slippt og snautt eftir þetta góðæri og rambaði á barmi gjaldþrots. Tímabilið 1997 reyndist til að mynda dýrt enda var ÍA með þrjá þjálfara á launum á þeim tíma. Eins og Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV og dyggur stuðningsmaður ÍA, bendir á var blómaskeið félagsins á „röngum“ tíma. Brynjólfur Þór Guðmundsson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá ÍA í áraraðir.úr einkasafni „Ég held að þetta sé aldarfjórðungs ferli. Liðið fór á hausinn um aldamótin en tókst gegn öllum væntingum að verða Íslandsmeistari, meira og minna á heimamönnum og hörkunni. Fjárhagurinn fór að versna á meðan aðrir urðu sterkari,“ sagði Brynjólfur. Eiginlega vorum við góðir áratug of snemma. Ég segi stundum að ef ÍA hefði unnið 2002-06 en ekki 1992-96 væri liðið enn Íslandsmeistari. Um það leyti sem það byrjaði að hrikta í stoðum ÍA hækkuðu þær upphæðir sem félög fengu fyrir þátttöku í Evrópukeppnir. Þegar Skagamenn voru uppi á sitt besta og í Evrópukeppni á hverju ári kom minna inn á bankabókina. Dugði rétt svo fyrir kostnaði „Árangurinn á þessum árum gaf mikið minna í aðra hönd en þekkist núna. Evrópupeningarnir spila stórt hlutverk hjá þessum félögum sem ná að byggja upp kjarna sem helst milli ára,” sagði Gísli. Sturlaugur Haraldsson í baráttu við Arnar Gunnlaugsson í frægum Evrópuleik ÍA og Feyenoord 1993.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Á þeim tíma dugði framlagið rétt svo í kostnað. Þetta voru ekki það háar fjárhæðir að þær skiluðu miklu í nettó mismun þegar búið var að fara í ferðirnar. Þetta er alveg gjörbreytt. Nú fá félög svo háar fjárhæðir að ferðakostnaður er nánast minnsti hlutinn.“ ÍA hefur ekki leikið í Evrópukeppni síðan 2008 á meðan félög á borð við FH, KR, Val, Stjörnuna og Breiðablik hafa verið fastagestir þar. Allt skiptir þetta máli og ÍA hefur síður efni á því að gera mistök á félagaskiptamarkaðnum. Og eins og fram kom í öðrum hluta fréttaskýringarinnar hafa mistökin þar verið ófá á síðustu árum. ÍA hefur bara spilað tvo Evrópuleiki frá 2008.grafík/sara Krónur í kassann fyrir leikmannasölur Talsvert var fjallað um fjárhagsvandræði ÍA fyrir tveimur árum en svo virðist sem félagið hafi komist ágætlega út úr þeim skafli og þokkalega undan kórónuveirufaraldrinum. Það hefur líka kosti í för með sér að selja leikmenn og samkvæmt ársreikningi síðasta árs hjá ÍA var félagið með 41,5 milljónir króna í söluhagnað. Það telur en það eru jafnframt tekjur sem erfitt er að reiða sig á hvert einasta ár. Stuðningsmenn ÍA fagna sigrinum á Keflavík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á þarsíðasta tímabili.vísir/daníel Þótt ÍA hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn 2001 með nánast tóma bankabók var það undantekning en ekki regla. Næstu ár sýndu það. Auðvitað er hægt að ná árangri án mikilla fjármuna og það er ekki eins og ÍA hafi alltaf verið bláfátækt félag. Langt því frá. Skagamenn hafa samt staðið fjársterkustu félögum landsins talsvert að baki á þessari öld og það sést á árangrinum inni á vellinum. ÍA: Hnignun stórveldis Besta deild karla ÍA Akranes Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02 Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn
Þó ekki alltaf því ÍA varð jú Íslandsmeistari 2001, á sama tíma og félagið var svo gott sem gjaldþrota. En á þeim tíma voru lögmál leiksins að breytast, Skagamönnum í óhag. „Á sínum tíma þegar ÍA var uppi á sitt besta voru lögmálin þau að menn spiluðu meira á sínum mönnum og félagaskipti voru fátíðari. Og það hefur sýnt sig á undanförnum fimmtán árum eða svo að margir frá ÍA eru annars staðar,“ sagði Gísli Gíslason. Þetta er annar heimur sem ÍA hefur bara gengið illa að fóta sig í. Gísli hefur góða sýn yfir sviðið en hann var bæjarstjóri á Akranesi 1987-2005, átti þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu ÍA um aldamótin og var svo formaður félagsins. Gísli Gíslason var um tíma varaformaður KSÍ.vísir/hulda margrét Ýmsar ástæður eru fyrir því að ÍA hefur lent á eftir öðrum félögum þegar kemur að fjárhagslegu bolmagni. Annars vegar eru það breytingar á atvinnulífinu á Akranesi og hins vegar „óheppileg“ tímasetning blómaskeiðs ÍA ef svo má segja. Vantar breiddina „Sérstaklega úti á landi hafa orðið gríðarlegar breytingar á stuðningsaðilum. Fyrirtæki hafa flust og útibú helstu styrktaraðila hafa verið lögð niður eða færð á höfuðborgarsvæðið. Menn hafa ekki lengur þetta sjálfstæði í minni byggðarlögunum til að styðja við íþróttirnar eins og áður,“ sagði Gísli. HB Grandi sem heitir Brim í dag.vísir/hanna Það hafði til að mynda umtalsverð áhrif á rekstur ÍA þegar Grandi keypti Harald Böðvarsson og önnur útgerðarfyrirtæki á Akranesi. „Áður voru þrjú nokkuð öflug fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi sem öll lögðu til. Þegar þau voru að hluta til sameinuð í HB Granda varð hluturinn minni í heild. En Brim styður myndarlega við félög víða. En það vantar meiri breidd í stuðningsaðila,“ sagði Gísli. Höfnin á Akranesi.ljósmyndasafn akraness/árni s. árnason „Úti á landi voru þetta bankarnir, tryggingafélögin og útgerðin lögðu sitt af mörkum en þetta hefur breyst mikið. Samhliða því eru laun leikmanna miklu hærri en um síðustu aldamót,“ sagði Gísli ennfremur. Launakostnaður ÍA var lengi hóflegur og talið er að Sigurður Jónsson hafi verið fyrsti leikmaður félagsins sem fékk greitt fyrir að spila er hann sneri heim úr atvinnumennsku á Englandi 1992. Allt horfið Gunnar Sigurðsson var einn af lykilmönnunum á bak við tjöldin á gullaldarskeiði ÍA. Hann fór yfir viðburðaríkan feril sinn í tveimur þáttum í hlaðvarpinu Skagahraðlestinni fyrir tveimur árum. Þar kom hann meðal annars inn á þær viðamiklu breytingar sem hafa orðið á atvinnulífinu á Akranesi og fjölmörgum fyrirtækjum, til dæmis í fiskvinnslu og útgerð, sem nú heyra sögunni til og áhrif þess á ÍA. „Þegar ég stjórnaði hérna á sínum tíma fékk ég einn skammt af peningum frá HB, hálfan af Heimaskaga, hálfan skammt af Síldarverksmiðjunni, hálfan skammt af Haferninum, hálfan skammt af Þórði Óskarssyni, hálfan skammt af Runólfi Hallfreðssyni, hálfan skammt af Sementsverksmiðjunni. Þetta er allt horfið. Þetta var allt uppistaðan í tekjunum á sínum tíma,“ sagði Gunnar. „Við keyrðum vestur í slipp um daginn. Þá var verið að rífa restina af Skinfaxa. Svo fórum við niður Faxabrautina, Bárugötuna og Hafnarbrautina. Þetta eru níu hundruð störf sem hafa horfið. Og er það ekki ofsagt. Þetta hefur áhrif.“ Þá hafði það líka mikið að segja þegar KB banki hætti sem aðal styrktaraðili ÍA í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Það sama ár féll ÍA og var í kjölfarið þrjú tímabil í næstefstu deild. Nánast gjaldþrota eftir góðærið ÍA var besta lið landsins á 10. áratug síðustu aldar, varð Íslandsmeistari fimm sinnum í röð, bikarmeistari í tvígang og var fastagestur í Evrópukeppnum. En samt stóð félagið eftir slippt og snautt eftir þetta góðæri og rambaði á barmi gjaldþrots. Tímabilið 1997 reyndist til að mynda dýrt enda var ÍA með þrjá þjálfara á launum á þeim tíma. Eins og Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV og dyggur stuðningsmaður ÍA, bendir á var blómaskeið félagsins á „röngum“ tíma. Brynjólfur Þór Guðmundsson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá ÍA í áraraðir.úr einkasafni „Ég held að þetta sé aldarfjórðungs ferli. Liðið fór á hausinn um aldamótin en tókst gegn öllum væntingum að verða Íslandsmeistari, meira og minna á heimamönnum og hörkunni. Fjárhagurinn fór að versna á meðan aðrir urðu sterkari,“ sagði Brynjólfur. Eiginlega vorum við góðir áratug of snemma. Ég segi stundum að ef ÍA hefði unnið 2002-06 en ekki 1992-96 væri liðið enn Íslandsmeistari. Um það leyti sem það byrjaði að hrikta í stoðum ÍA hækkuðu þær upphæðir sem félög fengu fyrir þátttöku í Evrópukeppnir. Þegar Skagamenn voru uppi á sitt besta og í Evrópukeppni á hverju ári kom minna inn á bankabókina. Dugði rétt svo fyrir kostnaði „Árangurinn á þessum árum gaf mikið minna í aðra hönd en þekkist núna. Evrópupeningarnir spila stórt hlutverk hjá þessum félögum sem ná að byggja upp kjarna sem helst milli ára,” sagði Gísli. Sturlaugur Haraldsson í baráttu við Arnar Gunnlaugsson í frægum Evrópuleik ÍA og Feyenoord 1993.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Á þeim tíma dugði framlagið rétt svo í kostnað. Þetta voru ekki það háar fjárhæðir að þær skiluðu miklu í nettó mismun þegar búið var að fara í ferðirnar. Þetta er alveg gjörbreytt. Nú fá félög svo háar fjárhæðir að ferðakostnaður er nánast minnsti hlutinn.“ ÍA hefur ekki leikið í Evrópukeppni síðan 2008 á meðan félög á borð við FH, KR, Val, Stjörnuna og Breiðablik hafa verið fastagestir þar. Allt skiptir þetta máli og ÍA hefur síður efni á því að gera mistök á félagaskiptamarkaðnum. Og eins og fram kom í öðrum hluta fréttaskýringarinnar hafa mistökin þar verið ófá á síðustu árum. ÍA hefur bara spilað tvo Evrópuleiki frá 2008.grafík/sara Krónur í kassann fyrir leikmannasölur Talsvert var fjallað um fjárhagsvandræði ÍA fyrir tveimur árum en svo virðist sem félagið hafi komist ágætlega út úr þeim skafli og þokkalega undan kórónuveirufaraldrinum. Það hefur líka kosti í för með sér að selja leikmenn og samkvæmt ársreikningi síðasta árs hjá ÍA var félagið með 41,5 milljónir króna í söluhagnað. Það telur en það eru jafnframt tekjur sem erfitt er að reiða sig á hvert einasta ár. Stuðningsmenn ÍA fagna sigrinum á Keflavík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á þarsíðasta tímabili.vísir/daníel Þótt ÍA hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn 2001 með nánast tóma bankabók var það undantekning en ekki regla. Næstu ár sýndu það. Auðvitað er hægt að ná árangri án mikilla fjármuna og það er ekki eins og ÍA hafi alltaf verið bláfátækt félag. Langt því frá. Skagamenn hafa samt staðið fjársterkustu félögum landsins talsvert að baki á þessari öld og það sést á árangrinum inni á vellinum.
Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02
Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00