Einelti hafi tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 12:41 Skólar hafa í gegnum tíðina oftar en ekki verið helsti vettvangur eineltis. Það hefur breyst með tilkomu tækni sem auðveldar rafræn samskipti. Vísir/Vilhelm Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira