„Stigu allar upp í seinni hálfleik“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 23. október 2022 22:46 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu öflugan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“ Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“
Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn