„Stigu allar upp í seinni hálfleik“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 23. október 2022 22:46 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu öflugan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“ Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“
Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00