„Stigu allar upp í seinni hálfleik“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 23. október 2022 22:46 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu öflugan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“ Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“
Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum