Bað kærustunnar úti á velli eftir að leikurinn var flautaður af vegna óláta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 09:00 Aron Dönnum setur hér hringinn á fingur Celin Bizet Ildhushöy. Skjámynd/Twitter/@ElevenSportsBEn Norska knattspyrnufólkið Aron Dönnum og Celin Bizet Ildhushöy stal heldur betur senunni eftir að leiðinlegar aðstæður sköpuðust í lok leiks í belgísku deildinni um helgina. Aron Dönnum var þarna að spila með Standard de Liege á móti Anderlecht á heimavelli og hann og félagarnir voru 3-1 yfir þegar leikurinn var flautaður af vegna óláta stuðningsmanna Anderlecht. Kærasta hans er líka knattspyrnukona en Celin Bizet Ildhushöy spilar með Tottenham í ensku deildinni. Þau spiluðu bæði áður með Vålerenga. Dönnum er 24 ára og Ildhushöy aðeins tvítug en þau voru þrátt fyrir ungan aldur tilbúin að taks stórt skref í sínu lífi. Eftir að leikurinn var flautaður af þá fór Aron niður á hné og bað Celin að gifta sér. Liðsfélagar hans í Standard de Liege mynduðu hring í kringum þau og fögnuðu síðan gríðarlega þegar hún sagði já. Það má sjá þetta skemmtilega bónorð hér fyrir neðan. | SHE SAID YES! #STAAND pic.twitter.com/dzeU9MwYsL— Eleven Sports (NL) (@ElevenSportsBEn) October 23, 2022 „Ég hefði ekki gert þetta ef við hefðum tapað leiknum. Við munum líklega gifta okkur á næsta ári. Við höfum verið saman í tvö ár og ég vissi að hana langaði mikið að gifta sig. Það var því engin áhætta fyrir mig,“ sagði Aron Dönnum léttur. „Þetta er án vafa stund sem við munum aldrei gleyma. Það er stórkostlegt að geta gert þetta, fyrir framan stuðningsmennina og eftir sigurleik. Þetta var fullkominn tími til að gera þetta,“ sagði Dönnum í viðtali við Eleven Sports Belgíski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Aron Dönnum var þarna að spila með Standard de Liege á móti Anderlecht á heimavelli og hann og félagarnir voru 3-1 yfir þegar leikurinn var flautaður af vegna óláta stuðningsmanna Anderlecht. Kærasta hans er líka knattspyrnukona en Celin Bizet Ildhushöy spilar með Tottenham í ensku deildinni. Þau spiluðu bæði áður með Vålerenga. Dönnum er 24 ára og Ildhushöy aðeins tvítug en þau voru þrátt fyrir ungan aldur tilbúin að taks stórt skref í sínu lífi. Eftir að leikurinn var flautaður af þá fór Aron niður á hné og bað Celin að gifta sér. Liðsfélagar hans í Standard de Liege mynduðu hring í kringum þau og fögnuðu síðan gríðarlega þegar hún sagði já. Það má sjá þetta skemmtilega bónorð hér fyrir neðan. | SHE SAID YES! #STAAND pic.twitter.com/dzeU9MwYsL— Eleven Sports (NL) (@ElevenSportsBEn) October 23, 2022 „Ég hefði ekki gert þetta ef við hefðum tapað leiknum. Við munum líklega gifta okkur á næsta ári. Við höfum verið saman í tvö ár og ég vissi að hana langaði mikið að gifta sig. Það var því engin áhætta fyrir mig,“ sagði Aron Dönnum léttur. „Þetta er án vafa stund sem við munum aldrei gleyma. Það er stórkostlegt að geta gert þetta, fyrir framan stuðningsmennina og eftir sigurleik. Þetta var fullkominn tími til að gera þetta,“ sagði Dönnum í viðtali við Eleven Sports
Belgíski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira