Lögmál leiksins: Leikmannahópur Lakers er hryllingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:51 LeBron James og Russell Westbrook geta ekki spilað í sama liði. Getty/David Crane Nýtt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hófst í síðustu viku og í kvöld verður fyrsta vikan gerð upp í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2. Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Sjá meira
Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum