Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 23:28 Dómsmálaráðherrann Merrick Garland stendur fyrir miðju og ávarpar blaðamenn á fundinum. Til vinstri á myndinni er aðstoðardómsmálaráðherra Lisa Monaco og til hægri er yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar. Getty/Dietsch Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. Merrick Garland dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að um þrjú aðskilin mál sé að ræða. NBC greinir frá. Í fyrsta málinu eru sjö kínverskir ríkisborgarar sakaðir um að hafa reynt að flytja kínverskan ríkisborgara, og meinta andófsmenn Kína, frá Bandaríkjunum og heim aftur með valdi. Þeir sem sakaðir eru um verknaðinn eru taldir hafa tengsl við kínverska leyniþjónustu. Aðrir voru sakaðir um að hafa haft afskipti af sakamáli tengdu fjarskiptafyrirtæki. Dómsmálaráðherrann greindi ekki frá því hvaða fyrirtæki um ræddi en miðlar ytra telja að um hafi verið að ræða fjarskiptafyrirtækið og farsímaframleiðandann Huawei. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kærði fyrirtækið árið 2019 fyrir að hafa stolið bandarískri tækni. Í gögnum málsins kemur fram að sökuðu hafi reynt að ráða til sín ónafngreindan uppljóstrara. Uppljóstararinn átti að leka til þeirra trúnaðarupplýsingum um rannsókn dómsmálaráðuneytisins á hendur fyrirtækinu í skiptum fyrir háar fjárhæðir í rafmyntinni Bitcoin. „Þessi mál sýna ótvírætt að Kínverjar hafi reynt að grafa undan frelsi og réttindum Bandaríkjamanna. Þeim tókst ekki að grafa undan réttarkerfi okkar. Dómsmálaráðuneytið mun ekki sætta sig við tilraunir erlendra aðila til að grafa undan stoðum réttarríkisins,“ sagði dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum. Bandaríkin Kína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Merrick Garland dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að um þrjú aðskilin mál sé að ræða. NBC greinir frá. Í fyrsta málinu eru sjö kínverskir ríkisborgarar sakaðir um að hafa reynt að flytja kínverskan ríkisborgara, og meinta andófsmenn Kína, frá Bandaríkjunum og heim aftur með valdi. Þeir sem sakaðir eru um verknaðinn eru taldir hafa tengsl við kínverska leyniþjónustu. Aðrir voru sakaðir um að hafa haft afskipti af sakamáli tengdu fjarskiptafyrirtæki. Dómsmálaráðherrann greindi ekki frá því hvaða fyrirtæki um ræddi en miðlar ytra telja að um hafi verið að ræða fjarskiptafyrirtækið og farsímaframleiðandann Huawei. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kærði fyrirtækið árið 2019 fyrir að hafa stolið bandarískri tækni. Í gögnum málsins kemur fram að sökuðu hafi reynt að ráða til sín ónafngreindan uppljóstrara. Uppljóstararinn átti að leka til þeirra trúnaðarupplýsingum um rannsókn dómsmálaráðuneytisins á hendur fyrirtækinu í skiptum fyrir háar fjárhæðir í rafmyntinni Bitcoin. „Þessi mál sýna ótvírætt að Kínverjar hafi reynt að grafa undan frelsi og réttindum Bandaríkjamanna. Þeim tókst ekki að grafa undan réttarkerfi okkar. Dómsmálaráðuneytið mun ekki sætta sig við tilraunir erlendra aðila til að grafa undan stoðum réttarríkisins,“ sagði dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum.
Bandaríkin Kína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira