Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2022 10:45 Bubbi og Auður sendu frá sér lag nýverið en vinsældir þess hafa verið gríðarlegar, nema á Rás 2 þar sem lagið heyrist nánast ekki. Ýmsum þykir það skjóta skökku við. Vignir Daði Valtýsson Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2. Lagið hefur slegið rækilega í gegn og hefur nú verið í heilan mánuð á toppi lista yfir íslensk lög sem mest eru spiluð á Spotify. Það mun vera met og stefnir í að fá íslensk dægurlög lög hafi notið viðlíkra vinsælda. Lagið hefur hins vegar lítið heyrst á tónlistarríkisrásinni Rás 2 og ekki sést þar á neinum listum. Hvort Atli Már hafi staðið í vegi fyrir spilun lagsins Eftir því sem Vísir kemst næst vildu þeir Einar Þór og Sölvi fá svör við því hvernig þetta megi vera? Og hvort ástæðuna megi ef til vill rekja til þess að Atli Már Steinarsson dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins hafi hlutast til um að lagið sé ekki spilað? Atli Már hefur haft sig í frammi á Twitter og sakað Bubba Morthens um gerendameðvirkni en kærasta hans er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað Auð um kynferðisofbeldi í samtali við Eddu Falak, hlaðvarpsstjóra og blaðamann Stundarinnar. Bubbi er með sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem fjallað er um kynferðisofbeldi sem hann lenti í. Síðan ákveður hann að gera lag með Auður. Spyr engan og tekur sér stöðu gegn þolendum. Hvað hefur hann að segja núna?Hmm? @BubbiMorthens ?https://t.co/9j5Bk89HMc— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) October 14, 2022 Ábendingar hafa borist Vísi þess efnis að Atli Már hafi ekki verið við stjórnvölinn eins og venjulega með tónlistarþátt sinn Atli það ekki síðastliðinn laugardag, heldur hljóp Birgir Örn Steinarsson þá í skarðið. Matthías Már dagskrárstjóri segir ekkert samhengi milli fundar útgefanda og lögmanns Bubba með útvarpsstjóra og þess að Atli Már var ekki við stjórnvölinn í þætti sínum Atli það ekki síðastliðinn laugardag. Atli sé í löngu ráðgerðu fjölskyldufríi á Bretlandseyjum.rúv Matthías Már Magnússon er dagskrárstjóri Rásar 2 og hann hafnar því alfarið í samtali við Vísi að Atli Már hafi verið settur á ís eftir téðan fund. Hann sé í fjölskyldufríi á Bretlandseyjum og það hafi verið löngu ákveðið. „Hann vissi ekkert um þennan lögfræðihitting,“ segir Matthías Már. Lagið fór á C-lista Þá hafnar Matthías Már því að lagið Tárin falla hægt hafi verið útilokað, það hafi farið á spilunarlista og verið kynnt í þættinum Popplandi eins og önnur ný íslensk lög. Spurður segir hann það rétt að lagið hafi farið á svokallaðan C-lista sem þýðir að lagið heyrist ekki oft og á tímum þegar hlustun á stöðina er í lágmarki. „Það er rétt hjá þér, það er ósamræmi milli spilunar lagsins á Spotify og svo á Rás 2,“ segir Matthías. En fyrir því séu ástæður svo sem þær að á Rás 2 sé lagt upp úr að spila fleiri lög en færri. Matthías Már dagskrárstjóri Rásar 2 segir það rétt, misræmi sé milli vinsælda lagsins á Spotify og svo spilunar lagsins á Rás 2 en fyrir því séu margar ástæður.rúv „Það má vel vera að Bubba finnist skrítið að við höfum ekki spilað þetta eins mikið og aðrar útvarpsstöðvar. En við spilum fleiri titla sjaldnar, það er gefið út ógrynni af tónlist og það hefur verið taktík Rásar 2 að spila frekar mörg lög en fá. Við viljum setja fleiri lög á dagskrá og kynna meira,“ segir Matthías Már. Hann segir jafnframt að þar á bæ sé ekki tekið mið af Spotify; þeir gerðu þá varla mikið annað en að spila lög sem ná máli þar. Ógrynni af íslenskri tónlist sé gefin út og lagt sé upp með að kynna hana. „Það eru milljón lög sem gera gott mót á Spotify sem við spilum lítið sem ekkert.“ Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music mætti til fundar við útvarpsstjóra ásamt Einari Sverrissyni, lögmanni Bubba.Aðsend Þá bendir dagskrárstjórinn á að Rás 2 sé einnig talmálsstöð og dagskrárgerðarfólk ráði mikið til því hvaða tónlist er spiluð. Matthías Már segir, hvað varði hlut Atla Más, þá sé það svo að hann sé ekki og hafi aldrei verið í tónlistarráði Rásar 2. „Það er vissulega rétt að hann kom að máli við mig áður en lagið kom út og hafði sínar skoðanir á því. En hann sagði líka, í viðurvist vitnis, að hann væri líklega vanhæfur til að tjá sig um það.“ Vísir setti sig í samband við Bubba Morthens vegna þessa en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu máli. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tónlist MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 22. september 2022 10:42 Jón Jónsson og Auður gefa út lag sem þeir sömdu óvart Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess. 30. september 2022 15:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Lagið hefur slegið rækilega í gegn og hefur nú verið í heilan mánuð á toppi lista yfir íslensk lög sem mest eru spiluð á Spotify. Það mun vera met og stefnir í að fá íslensk dægurlög lög hafi notið viðlíkra vinsælda. Lagið hefur hins vegar lítið heyrst á tónlistarríkisrásinni Rás 2 og ekki sést þar á neinum listum. Hvort Atli Már hafi staðið í vegi fyrir spilun lagsins Eftir því sem Vísir kemst næst vildu þeir Einar Þór og Sölvi fá svör við því hvernig þetta megi vera? Og hvort ástæðuna megi ef til vill rekja til þess að Atli Már Steinarsson dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins hafi hlutast til um að lagið sé ekki spilað? Atli Már hefur haft sig í frammi á Twitter og sakað Bubba Morthens um gerendameðvirkni en kærasta hans er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað Auð um kynferðisofbeldi í samtali við Eddu Falak, hlaðvarpsstjóra og blaðamann Stundarinnar. Bubbi er með sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem fjallað er um kynferðisofbeldi sem hann lenti í. Síðan ákveður hann að gera lag með Auður. Spyr engan og tekur sér stöðu gegn þolendum. Hvað hefur hann að segja núna?Hmm? @BubbiMorthens ?https://t.co/9j5Bk89HMc— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) October 14, 2022 Ábendingar hafa borist Vísi þess efnis að Atli Már hafi ekki verið við stjórnvölinn eins og venjulega með tónlistarþátt sinn Atli það ekki síðastliðinn laugardag, heldur hljóp Birgir Örn Steinarsson þá í skarðið. Matthías Már dagskrárstjóri segir ekkert samhengi milli fundar útgefanda og lögmanns Bubba með útvarpsstjóra og þess að Atli Már var ekki við stjórnvölinn í þætti sínum Atli það ekki síðastliðinn laugardag. Atli sé í löngu ráðgerðu fjölskyldufríi á Bretlandseyjum.rúv Matthías Már Magnússon er dagskrárstjóri Rásar 2 og hann hafnar því alfarið í samtali við Vísi að Atli Már hafi verið settur á ís eftir téðan fund. Hann sé í fjölskyldufríi á Bretlandseyjum og það hafi verið löngu ákveðið. „Hann vissi ekkert um þennan lögfræðihitting,“ segir Matthías Már. Lagið fór á C-lista Þá hafnar Matthías Már því að lagið Tárin falla hægt hafi verið útilokað, það hafi farið á spilunarlista og verið kynnt í þættinum Popplandi eins og önnur ný íslensk lög. Spurður segir hann það rétt að lagið hafi farið á svokallaðan C-lista sem þýðir að lagið heyrist ekki oft og á tímum þegar hlustun á stöðina er í lágmarki. „Það er rétt hjá þér, það er ósamræmi milli spilunar lagsins á Spotify og svo á Rás 2,“ segir Matthías. En fyrir því séu ástæður svo sem þær að á Rás 2 sé lagt upp úr að spila fleiri lög en færri. Matthías Már dagskrárstjóri Rásar 2 segir það rétt, misræmi sé milli vinsælda lagsins á Spotify og svo spilunar lagsins á Rás 2 en fyrir því séu margar ástæður.rúv „Það má vel vera að Bubba finnist skrítið að við höfum ekki spilað þetta eins mikið og aðrar útvarpsstöðvar. En við spilum fleiri titla sjaldnar, það er gefið út ógrynni af tónlist og það hefur verið taktík Rásar 2 að spila frekar mörg lög en fá. Við viljum setja fleiri lög á dagskrá og kynna meira,“ segir Matthías Már. Hann segir jafnframt að þar á bæ sé ekki tekið mið af Spotify; þeir gerðu þá varla mikið annað en að spila lög sem ná máli þar. Ógrynni af íslenskri tónlist sé gefin út og lagt sé upp með að kynna hana. „Það eru milljón lög sem gera gott mót á Spotify sem við spilum lítið sem ekkert.“ Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music mætti til fundar við útvarpsstjóra ásamt Einari Sverrissyni, lögmanni Bubba.Aðsend Þá bendir dagskrárstjórinn á að Rás 2 sé einnig talmálsstöð og dagskrárgerðarfólk ráði mikið til því hvaða tónlist er spiluð. Matthías Már segir, hvað varði hlut Atla Más, þá sé það svo að hann sé ekki og hafi aldrei verið í tónlistarráði Rásar 2. „Það er vissulega rétt að hann kom að máli við mig áður en lagið kom út og hafði sínar skoðanir á því. En hann sagði líka, í viðurvist vitnis, að hann væri líklega vanhæfur til að tjá sig um það.“ Vísir setti sig í samband við Bubba Morthens vegna þessa en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu máli.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tónlist MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 22. september 2022 10:42 Jón Jónsson og Auður gefa út lag sem þeir sömdu óvart Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess. 30. september 2022 15:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 22. september 2022 10:42
Jón Jónsson og Auður gefa út lag sem þeir sömdu óvart Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess. 30. september 2022 15:01