„Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. október 2022 20:23 Rithöfundurinn, athafna- og baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir svarar spurningum um rómantíkina, ástina í lífi sínu og þriðju bók sína Fávitar og fjölbreytileikinn í viðtalsliðnum Ást er. Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga. Fávitar og fjölbreytileikinn er þriðja bók Sólborgar í fræðslubókaröðinni Fávitar. Bókin fyrir öll sem vilja læra og skilja Þann 10. nóvember næstkomandi kemur út hennar þriðja bók í fræðslubókaröðinni Fávitar en þessi bók fjallar um hinar ýmsu hliðar hinseginleikans. Bókin heitir, Fávitar og fjölbreytileikinn og fyrir þau sem vilja tryggja sér eintak strax er hægt að nálgast bókina í forsölu hér. „Ég reyndi að skrifa bókina á eins einfaldan máta og ég mögulega gat þannig að hún væri fyrir öll sem vildu reyna að skilja, sama hvort það eru ömmur og afar, unglingar eða aðrir. Fullt af hinsegin fólki kemur að henni og ég er svo þakklát fyrir alla hjálpina sem ég fékk við skrifin.“ Fjölhæf baráttukona fjölbreytileikans Sólborgu er margt til lista lagt en í dag starfar hún sjálfstætt bæði sem rithöfundur og fyrirlesari en einnig hefur hún gefið út lag, tekið þátt í forkeppni Íslands fyrir Eurovison og stýrt sjónvarpsþættinum Fávitar á Stöð 2 svo eitthvað sé nefnt. „Hann er einstakur gaur“ Fyrir um einu og hálfu ári bankaði ástin upp á í lífi Sólborgar og er draumaprinsinn Ágúst Óli Sigurðsson vefhönnuður og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Sólborg viðurkennir að Ágúst hafi náð að heilla hana við fyrstu kynni. Já, ég varð skotin í honum um leið og ég hitti hann. Það er klisjugjarnt og kjánalegt en samt sem áður satt. Hann er einstakur gaur. Hvernig kynntust þið? „Það var nú ekki merkilegra en svo að við kynntumst á Tinder fyrir sirka einu og hálfu ári. Spjölluðum saman í einhverjar vikur þar til ég heimtaði að við myndum hittast. Það fór sem betur fer svona líka vel og við höfum bara verið saman síðan þá.“ View this post on Instagram A post shared by SÓLBORG GUÐBRANDS (@itssuncity) Myndir þú segja að þú værir rómantísk? „Já, kannski aðeins of stundum. Væri alveg til í að lifa í rómantískri bíómynd ef það stæði til boða.“ Hér fyrir neðan svarar Sólborg spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: High school musical. Lengi lifi! Fyrsti kossinn: Hann er okkar á milli. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: It´s Ok If You Forget me með Astrid S. Lagið er kannski ekki kraftmikið að því leyti að það þurfi að öskra það heldur er textinn bara svo innihaldsríkur og segir svo margt. Þroskað lag um að vera þakklátur fyrir liðinn tíma með einhverjum en að festast ekki í sjálfsvorkunn og standa með sér. Eða þannig skil ég það. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að gefa sér tíma saman, gera eitthvað extra innan um allan hversdagsleikann. Litlu aukahlutirnir skipta máli. Lagið „okkar“ er: In And Out Of Love með Oh Wonder. Uppáhaldsmaturinn minn: Humar, veganborgari og geggjað ostapasta. Helst allt á sama tíma. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Koníak-flaska. View this post on Instagram A post shared by SÓLBORG GUÐBRANDS (@itssuncity) Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann var á leiðinni til útlanda og skildi eftir armband í eldhússkápnum hjá mér. Fann það þegar hann var farinn. Ég elska að: prófa nýja hluti og kynnast nýju fólki. Sólborg segist mikill rómantíker og jafnvel stundum aðeins of mikið. Ást er aldrei slæm Kærastinn minn er: Ofvirkur og yndislegur, á sama tíma. Rómantískasti staður á landinu er: Spöngin í Grafarvogi. Ást er: Alls konar og aldrei slæm, sama að hverjum hún beinist. Fyrir mig er ást að geta verið berskjaldaður, án ótta við það að vera dæmd fyrir það. Ást er líka það að vera tilbúin að mætast stundum á miðri leið og kyngja stoltinu. Ást er... Ástin og lífið Bókmenntir Bókaútgáfa Börn og uppeldi Kynlíf Hinsegin Eurovision Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Fávitar og fjölbreytileikinn er þriðja bók Sólborgar í fræðslubókaröðinni Fávitar. Bókin fyrir öll sem vilja læra og skilja Þann 10. nóvember næstkomandi kemur út hennar þriðja bók í fræðslubókaröðinni Fávitar en þessi bók fjallar um hinar ýmsu hliðar hinseginleikans. Bókin heitir, Fávitar og fjölbreytileikinn og fyrir þau sem vilja tryggja sér eintak strax er hægt að nálgast bókina í forsölu hér. „Ég reyndi að skrifa bókina á eins einfaldan máta og ég mögulega gat þannig að hún væri fyrir öll sem vildu reyna að skilja, sama hvort það eru ömmur og afar, unglingar eða aðrir. Fullt af hinsegin fólki kemur að henni og ég er svo þakklát fyrir alla hjálpina sem ég fékk við skrifin.“ Fjölhæf baráttukona fjölbreytileikans Sólborgu er margt til lista lagt en í dag starfar hún sjálfstætt bæði sem rithöfundur og fyrirlesari en einnig hefur hún gefið út lag, tekið þátt í forkeppni Íslands fyrir Eurovison og stýrt sjónvarpsþættinum Fávitar á Stöð 2 svo eitthvað sé nefnt. „Hann er einstakur gaur“ Fyrir um einu og hálfu ári bankaði ástin upp á í lífi Sólborgar og er draumaprinsinn Ágúst Óli Sigurðsson vefhönnuður og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Sólborg viðurkennir að Ágúst hafi náð að heilla hana við fyrstu kynni. Já, ég varð skotin í honum um leið og ég hitti hann. Það er klisjugjarnt og kjánalegt en samt sem áður satt. Hann er einstakur gaur. Hvernig kynntust þið? „Það var nú ekki merkilegra en svo að við kynntumst á Tinder fyrir sirka einu og hálfu ári. Spjölluðum saman í einhverjar vikur þar til ég heimtaði að við myndum hittast. Það fór sem betur fer svona líka vel og við höfum bara verið saman síðan þá.“ View this post on Instagram A post shared by SÓLBORG GUÐBRANDS (@itssuncity) Myndir þú segja að þú værir rómantísk? „Já, kannski aðeins of stundum. Væri alveg til í að lifa í rómantískri bíómynd ef það stæði til boða.“ Hér fyrir neðan svarar Sólborg spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: High school musical. Lengi lifi! Fyrsti kossinn: Hann er okkar á milli. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: It´s Ok If You Forget me með Astrid S. Lagið er kannski ekki kraftmikið að því leyti að það þurfi að öskra það heldur er textinn bara svo innihaldsríkur og segir svo margt. Þroskað lag um að vera þakklátur fyrir liðinn tíma með einhverjum en að festast ekki í sjálfsvorkunn og standa með sér. Eða þannig skil ég það. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að gefa sér tíma saman, gera eitthvað extra innan um allan hversdagsleikann. Litlu aukahlutirnir skipta máli. Lagið „okkar“ er: In And Out Of Love með Oh Wonder. Uppáhaldsmaturinn minn: Humar, veganborgari og geggjað ostapasta. Helst allt á sama tíma. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Koníak-flaska. View this post on Instagram A post shared by SÓLBORG GUÐBRANDS (@itssuncity) Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann var á leiðinni til útlanda og skildi eftir armband í eldhússkápnum hjá mér. Fann það þegar hann var farinn. Ég elska að: prófa nýja hluti og kynnast nýju fólki. Sólborg segist mikill rómantíker og jafnvel stundum aðeins of mikið. Ást er aldrei slæm Kærastinn minn er: Ofvirkur og yndislegur, á sama tíma. Rómantískasti staður á landinu er: Spöngin í Grafarvogi. Ást er: Alls konar og aldrei slæm, sama að hverjum hún beinist. Fyrir mig er ást að geta verið berskjaldaður, án ótta við það að vera dæmd fyrir það. Ást er líka það að vera tilbúin að mætast stundum á miðri leið og kyngja stoltinu.
Ást er... Ástin og lífið Bókmenntir Bókaútgáfa Börn og uppeldi Kynlíf Hinsegin Eurovision Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira