Anníe Mist og Björgvin Karl í sama sæti í leyndardómsfullu fyrstu grein Rogue Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru fulltrúa Íslands í mótinu í ár. Instagram/@rogueinvitational Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson enduðu bæði í sjöunda sætinu í fyrstu greininni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í Texas fylki í Bandaríkjunum. Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn.
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira