Lífið

Húsráðið: Hvernig er best að sjóða egg?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans hefur ráð undir rifi hverju. 
Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans hefur ráð undir rifi hverju. 

Egg? Auðvitað kunnum við öll að sjóða egg...puff!

Eða hvað? 

Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best.

Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á hinni fullkomnu eggjasuðu. 


Hver er suðutími eggja?

Miðað við meðalstór egg:

  • Linsoðin: 5-6 mínútur. 
  • Meðal soðin: 8-9 mínútur.
  • Harðsoðin: 11-12 mínútur. 

Hvernig er best að eggjaskurninni af?

Það er miserfitt að ná eggjaskurninni af soðnum eggjum, sérstaklega af glænýjum eggjum. Best er að setja eggin í sjóðandi vatn, og hafa örlítið af salti og ediki í vatninu - þá rennur skurnin alveg af.

Einhver önnur ráð sem þú mælir með?

Það er mikilvægt að setja eggin strax í ískalt vatn að lokinni suðu og kæla þau þannig. Annars halda þau áfram að sjóða og rauðan getur orðið grænleit. 

Til að minnka líkurnar á að eggin springi í suðu er sniðugt að setja nokkur korn af grófu salti í vatnið, saltið herðir skurnina.


Þar höfum við það og gleðilega eggjasuðu kæru lesendur. 

Ertu með ábendingu um gott húsráð? 

Sendu póst lifid@visir.is


Tengdar fréttir

Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum?

Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×