Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2022 13:01 Svandís óskar eftir svörum frá MAST um framkvæmd á eftirliti með dýravelferð. vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira