Umframeyðslan kostar Red Bull einn milljarð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2022 21:00 Christian Horner og Max Verstappen þurfa að finna leiðir til að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Mark Thompson/Getty Images Red Bull liðið í Formúlu 1 hefur verið sektað um sjö milljónir Bandaríkjadala, rétt rúman einn milljarð króna, fyrir að eyða umfram leyfilegt fjármagn á seinasta tímabili. Þá þarf liðið einnig að taka á sig niðurskurð í rannsóknum á loftmótstöðu bílsins um tíu prósent fyrir brotin. Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“ Akstursíþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“
Akstursíþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira