Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2022 13:13 Jóhannes Ríkharðsson er bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Sigurjón Ólason „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. „Þau eru eiginlega fullgáfuð. Því það er svo erfitt að halda þeim innan girðingar og annað slíkt. Þau eru svo fljót að finna smugur,“ segir Jóhannes, en hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Til dæmis á haustin, þegar féð kemur heim, þá halda þau oft að þau séu hundar og fara að smala og annað slíkt. Og eins og áðan, þá brutust þau út. En um leið og þau sáu mig koma þá hlupu þau inn aftur. Þannig að þau vita alveg að þau eru að gera eitthvað sem þau mega ekki. En þetta eru alveg bráðgreindar skepnur. Og þessi þjóðsaga um að þau séu sóðar, það er náttúrlega algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta eru mjög hreinleg dýr,“ segir bóndinn í þættinum Um land allt. Fljótin eru nyrsta sveit í austanverðum Skagafirði. Þar var áður fjölmenn byggð sauðfjár- og kúabænda með útræði og þorpi í Haganesvík. Núna er lúxushótel langstærsti vinnustaðurinn og sveitin leikvangur efnaðra ferðamanna. Bændur sem eftir eru freista þess á sama tíma að renna fleiri stoðum undir búskap á jörðum sínum. Þátturinn um Um land allt er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skagafjörður Landbúnaður Dýr Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. 12. október 2022 22:22 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
„Þau eru eiginlega fullgáfuð. Því það er svo erfitt að halda þeim innan girðingar og annað slíkt. Þau eru svo fljót að finna smugur,“ segir Jóhannes, en hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Til dæmis á haustin, þegar féð kemur heim, þá halda þau oft að þau séu hundar og fara að smala og annað slíkt. Og eins og áðan, þá brutust þau út. En um leið og þau sáu mig koma þá hlupu þau inn aftur. Þannig að þau vita alveg að þau eru að gera eitthvað sem þau mega ekki. En þetta eru alveg bráðgreindar skepnur. Og þessi þjóðsaga um að þau séu sóðar, það er náttúrlega algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta eru mjög hreinleg dýr,“ segir bóndinn í þættinum Um land allt. Fljótin eru nyrsta sveit í austanverðum Skagafirði. Þar var áður fjölmenn byggð sauðfjár- og kúabænda með útræði og þorpi í Haganesvík. Núna er lúxushótel langstærsti vinnustaðurinn og sveitin leikvangur efnaðra ferðamanna. Bændur sem eftir eru freista þess á sama tíma að renna fleiri stoðum undir búskap á jörðum sínum. Þátturinn um Um land allt er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skagafjörður Landbúnaður Dýr Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. 12. október 2022 22:22 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. 12. október 2022 22:22
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30
Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57