Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
„Mér finnst alltaf ótrúlega gaman þegar maður er á myndlistarsýningu og maður fær að gera eitthvað meira en bara að horfa.
Að fá að upplifa eitthvað nýtt, að horfa lengra eða taka þátt á einhvern hátt.
Ef það er eitthvað gagnvirkt og interactive þá finnst mér það mjög skemmtilegt. Það er eitthvað sem ég hef oft reynt að troða inn í listina mína,“ segir Þórdís hlæjandi og bætir við: „Það kemur líka sjálfkrafa, af því ég sæki sjálf í það.“

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.