Erlent

Heyrist ekki bofs í Bolsonaro

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jair Bolsonaro á kosningafundi fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu um síðustu helgi.
Jair Bolsonaro á kosningafundi fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu um síðustu helgi. Vísir/EPA

Enn hefur ekkert heyrst í fráfarandi forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem tapaði forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudaginn var.

Luíz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti landsins vann þá nauman sigur á Bolsonaro en sá síðarnefndi hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn og raunar ekkert tjáð sig við fjölmiðla enn sem komið er.

Þögn hans er talin auka líkurnar á því að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, eins og hafði raunar verið spáð í aðdraganda þeirra. Í kosningabaráttunni var hann ötull við að sá efasemdarfræjum um að kosningakerfið í Brasilíu væri meingallað, líkt og Donald Trump fyrrverandi kollegi hans í Bandaríkjunum hafði oft gert. Þá hefur hann áður sagt að enginn geti komið honum úr embætti, nema Guð.

Dómstóll yfirkjörstjórnar landsins úrskurðaði strax klukkan ellefu á sunnudagskvöld að Lula væri réttkjörinn forseti landsins, með 50,9 prósentum atkvæða og því fer þögn Bolsonaro að verða ærandi.


Tengdar fréttir

„Bol­sonaro var hræði­legur á alla vegu“

Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. 

Bol­sonaro sé eins og kór­drengur við hlið Lula

Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×