„Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:30 Marcus Rashford leyfir sér ekki enn að láta sig dreyma um HM í Katar þótt að það séu bara þrjár vikur í heimsmeistarakeppnina. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford ætlar ekki að láta hugann reika í átt til heimsmeistaramótsins í Katar heldur einbeita sér að fullu að liði Manchester United. Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira