Bayern með fullt hús stiga í gegnum dauðariðillinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting skoraði seinna mark Bayern í kvöld.
Eric Maxim Choupo-Moting skoraði seinna mark Bayern í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 2-0 sigur gegn Inter Milan í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og liðið fer því með fullt hús stiga í gegnum dauðariðilinn.

Benjamin Pavard kom heimamönnum í Bayern yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikhléið.

Eric Maxim Choupo-Moting tryggði svo sigur Bayern með marki á 72. mínútu eftir stoðsendingu frá Alphonso Davies og niðurstaðan því 2-0 sigur heimamanna.

Bayern fer því með fullt hús stiga í gegnum C-riðilinn, dauðariðil Meistaradeildarinnar í ár. Inter hafnar hins vegar í öðru sæti með tíu stig og er því á leið í 16-liða úrslit með Þýskalandsmeisturunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira