Lars Løkke í lykilstöðu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 23:30 Lars Løkke Rasmussen virtist sigurviss þegar hann greiddi atkvæði sitt í Kaupmannahöfn í dag. Nú er ljóst að Moderaterne, með Løkke í forystu, sé í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Getty/Jensen Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%) Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08
Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“