Uppi varð fótur og fit í garðinum en atvikið átti stað um klukkan hálfsjö að morgni og því var garðurinn lokaður almenningi. Þó voru um hundrað manns í garðinum sem höfðu dvalið þar næturlangt og voru dýrin í um hundrað metra fjarlægð frá gestunum.
Um eitt fullorðið dýr var að ræða og fjóra unga. Aðeins tók nokkrar mínútur að koma böndum á ljóninn en einn ljónsunga þurfti að skjóta með deyfilyfi til að róa hann. Talsmaður dýragarðsins segir að aldrei hafi verið nein hætta á ferðum en enn er óljóst hvernig ljónunum tókst að sleppa.
Fátítt er að dýr sleppi úr dýragörðum í Ástralíu en þó kom upp atvik árið 2009 í öðrum dýragarði í grennd við Sydney þar sem ljónynju tókst að sleppa og á endanum var ákveðið að fella dýrið.