Wodapalooza um Söru: Endurkoman sem við öll höfum verið að bíða eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann sinn eftir sigur á CrossFit móti í Dúbaí. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir snýr aftur á keppnisgólfið á Flórída í janúar. Forráðamenn Wodapalooza stórmótsins tilkynntu á miðlum sínum í gær að Sara verði meðal keppenda á mótinu sem fram frá 12. til 15. janúar á næsta ári. „Endurkoman sem við öll höfum verið að bíða eftir,“ sagði í tilkynningu Wodapalooza. Þetta er í fjórða sinn sem Sara keppir á þessu móti en hún á samt ekki góðar minningar frá mótinu í fyrra. Sara varð þá að draga sig úr keppni á mótinu á morgni 15. janúar en hún hafði meitt sig á hnénu sem hún sleit krossband á. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Þetta var á byrjun þriðja keppnisdags. Sara hafði orðið fyrir áfalli enda var ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin voru. Eftir myndatöku kom í ljós að hún var sem betur fer ekki eins óheppin og hún óttaðist í fyrstu. Sara hafði þarna farið hratt af stað eftir krossbandsslitið sem hélt henni frá keppni allt 2021 tímabilið. Álagið var mikið í upphafi endurkomunnar og þessi hnémeiðsli þýddu að hún þurfti að vera í kapphlaupi að ná sér góðri fyrir opna hluta undankeppni heimsleikanna. Það tókst hjá Söru sem náði sér þó ekki almennilega í gang og tókst á endanum ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Það því skiljanlegt að forráðamenn Wodapalooza tali um endurkomu því það eru margir spenntir að sjá hvort Sara eigi inni að minnsta kosti eitt frábært CrossFit tímabil. Hún varð í öðru sæti á eftir heimsmeistaranum ósigrandi Tiu-Clair Toomey þegar Sara keppti á Wodapalooza mótinu árið 2020. Sara á því líka góðar minningar frá Miami. CrossFit Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Forráðamenn Wodapalooza stórmótsins tilkynntu á miðlum sínum í gær að Sara verði meðal keppenda á mótinu sem fram frá 12. til 15. janúar á næsta ári. „Endurkoman sem við öll höfum verið að bíða eftir,“ sagði í tilkynningu Wodapalooza. Þetta er í fjórða sinn sem Sara keppir á þessu móti en hún á samt ekki góðar minningar frá mótinu í fyrra. Sara varð þá að draga sig úr keppni á mótinu á morgni 15. janúar en hún hafði meitt sig á hnénu sem hún sleit krossband á. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Þetta var á byrjun þriðja keppnisdags. Sara hafði orðið fyrir áfalli enda var ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin voru. Eftir myndatöku kom í ljós að hún var sem betur fer ekki eins óheppin og hún óttaðist í fyrstu. Sara hafði þarna farið hratt af stað eftir krossbandsslitið sem hélt henni frá keppni allt 2021 tímabilið. Álagið var mikið í upphafi endurkomunnar og þessi hnémeiðsli þýddu að hún þurfti að vera í kapphlaupi að ná sér góðri fyrir opna hluta undankeppni heimsleikanna. Það tókst hjá Söru sem náði sér þó ekki almennilega í gang og tókst á endanum ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Það því skiljanlegt að forráðamenn Wodapalooza tali um endurkomu því það eru margir spenntir að sjá hvort Sara eigi inni að minnsta kosti eitt frábært CrossFit tímabil. Hún varð í öðru sæti á eftir heimsmeistaranum ósigrandi Tiu-Clair Toomey þegar Sara keppti á Wodapalooza mótinu árið 2020. Sara á því líka góðar minningar frá Miami.
CrossFit Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira