Helvítis vaktahvatinn! Sandra B. Franks skrifar 4. nóvember 2022 11:31 Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun