Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ Ágúst Bent skrifar 4. nóvember 2022 15:31 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldinu. Vísir „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. Best er þegar túristar ramba inn og halda að Prikið sé bara alltaf svona í hádeginu. Dansklúbburinn er með manifesto þar sem manifesto er ógeðslega fyndin pæling þá skulum við að reyna að tikka í boxin. View this post on Instagram A post shared by Prikið Kaffihu s (@prikid101) Ef þetta er þitt fyrsta skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa Ég dansa fyrst í djóki. En svo reynir maður að hrista það af sér og dansa þangað til maður kann ekki lengur að skammast sín. Jón Gunnar Geirdal er að rústa þessu dansgólfi, kófsveittur í menningarnáms skyrtu. En maður þarf ekki að vera Michael Jordan til að fá að drippla. Leyf mér að vera með Jón Gunnar Geirdal. Lunch Beat reynir að vera vímulaust umhverfi Ótrúlegt en satt eru allir hérna bláedrú. En það væri ekki hægt að halda svona ef enginn eyddi neinu á barnum svo ég kaupi einn lite bjór til að styðja málefnið. Eftir dansveisluna á Prikinu kíki ég í Hús máls og menningar til að sjá Frey Eyjólfsson. Hann sándtjekkar alveg fram að giggi sem er smá eins og að sjá hvernig pulsa er búin til áður en þú borðar hana. Keli spilar fyrst og hljómar eins og blanda af Bruce Springsteen og Mugison. Hann brýtur samt reglu númer fjögur þegar hann syngur um strögglið í frystihúsinu. View this post on Instagram A post shared by Freyr Eyjolfsson (@freyreyjolfsson) Bannað er að ræða vinnuna þína á Lunch Beat Mál og Menning er fullkominn staður fyrir tónleika en samt eru ekki margir hérna. Kannski vegna þess að þetta er ekki alvöru Airwaves off venue. Til þess að fá að vera með á dagskránni þarf staðurinn að borga nokkra hundraðþúsundkalla og maður spyr sig hvort gestir á vegum Airwaves myndu eyða nóg á barnum til að það borgaði sig. En það hefði verið gaman að sjá fjöldann sem Freyjólfur á skilið. Fyrsta sem Freyr gerir er að segja öllum að tala við manneskjuna sér á hægri hönd og alls ekki horfa sig. Svo tekur hann lagið Look at Me og leikurinn er strax erfiður. Þegar lagið er búið eiga allir að skyrpa á gólfið. Engar áhyggjur, hann fékk leyfi frá vertanum. Þetta er ógeðslega skemmtilegt, tónlistarmenn eiga að skipa fólki meira fyrir. Ekki bara segja okkur að fara upp með hendur, segið okkur að snúa upp á geirvörturnar eða fara með faðir vorið. View this post on Instagram A post shared by Smekkleysa Plo tubu ð (@smekkleysa_sm) Á Lunch Beat eru allir sem viðstaddir eru dansfélagi þinn í klukkustund Sko, þegar það er tónlist í gangi og við erum að bíða eftir því að plötusnúður byrji þá er mjög erfitt að átta sig á því hvenær atriðið er byrjað. En hér á Stak/Smekkleysu er stappað af fólki og frír bjór þannig að ég dansa. Það þarf minna til að ég dilli mér en áður, þetta Lunch Beat virkar. View this post on Instagram A post shared by Apparat Organ Quartet (@apparatorgan) Lunch Beat býður öllum gestum sínum upp á 1 x DJ-Set og næringu í einhverju formi Maður í troðninginum segir mér að ég sé að upplifa once in a lifetime dæmi. Apparat Organ Quartet á greinilega alvöru aðdáendur. Það eru án djóks átta hljómborð fyrir hvern sem er að spila og tónlistin hljómar eins og þú myndir ímynda þér að þrisvar sinnum átta hljómborð hljómi þegar það er ýtt á alla takkana í einu. Ég spyr hvort þeir séu að frístæla, þeir voru ekki að því og fólki fannst ekki gaman að ég hafi spurt. „It’s just a great party” segir Dagur B með einhvers konar sænskum hreim. Ég held að hann lesi þessar dagbækur mínar og sé að stríða mér fyrir að hafa kallað hreiminn hans breskan síðast og bandarískan þarsíðast. Ég vil suður-afrískan næst. „It’s just a great party” segir Dagur B með einhvers konar sænskum hreim.Vilhelm Það er bransapartí á Listasafninu og staðurinn er fullur af skandinavískum Puff Daddy týpum. Alltaf þegar ég heilsa einhverjum er það eins og ég hafi verið að trufla milljón dollara samning. Þeir spyrja hverjum þeir ættu að fylgjast með, ég sting upp á Gugusar og þeir fá dollaramerki í augun og það rýkur úr eyrunum á þeim. Sölvi Blöndal fær það í buxurnar. Þegar húsið opnar byrjar hún að spila og fokk hvað hún stendur sig í stykkinu. Hér eru jafn margir og á öllum hinum tónleikunum samtals. Ein síns liðs hefur Gugusar látið jungle koma aftur og ávísanaheftin tæmast. Hún er svo mikil tía að hún er í fimm gallabuxum. Mógúlarnir keppast um að fylla út ávísanir, beygla þær í skutlur og dúndra þeim upp á svið. View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Lunch Beat getur verið sett upp hvar sem er, svo lengi sem viðburðirnir eru ekki í fjáröflunarskyni Ég hugsa til manifestósins og sting af. Á Petersen eru tvær stelpur sem kalla sig Bergmál. Þær eru að syngja Nakinn með Í svörtum fötum og ég held að ég sé sá eini hérna sem þekkir þær ekki persónulega. Þetta er Tvær úr tungunum dæmið sem ég þurfti eftir stórjaxla stemninguna áðan. View this post on Instagram A post shared by Bergmál (@bergmal.band) Ef þú ert orðið of þreytt til að dansa á Lunch Beat, þá máttu vinsamlegast fá þér hádegismat annars staðar Kannski ekki hægt að kalla það hádegismat en það er poppkorn í Bíó Paradís. Hér er verið að sýna myndina Turn of the Century eftir Traunerinn. Þetta eru 12 tónlistarmyndbönd við lög Sin Fang, Örvars og Sóleyjar og myndefnið sem er notað er skemmtilegt unglingastöff frá síðustu aldamótum. Vesturbæingar með unglingaveikina að taka kickflips er svo gott kombó með þessum ljúfu tónum. Indí músík væri æði ef það væri alltaf svona Jackass-stöff með því. Jónsi í Sigur Rós að fara niður brekku í innkaupakerru eða eitthvað. View this post on Instagram A post shared by SIN FANG (@sinfanggg) Ef þetta er þitt þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa Það er lítið hægt að dansa sitjandi í bíósal þannig að ég bruna á Húrra. „Ert þú Krakk eða Spaghetti?”* spyr ég mann sem er með krúttlegt lúkk í gangi. Hann segir að það sé alltaf að vera spyrja hann að þessu en nei, hann er Bjarni í Súpersport! og hann er næstur á svið. Gott hjá honum að vera út í sal frekar en að húka baksviðs fram að giggi. Stundum er gaman að sjá hvernig pulsa er búinn til. View this post on Instagram A post shared by supersport! (@ssuper.ssport) Vatn er alltaf frítt og aðgengilegt á öllum Lunch Beat viðburðum Það var örugglega vatn í boði, ég athugaði það ekki. En Súpersport! voru góð, mjög mikið Airwaves. Það er uppselt á hátíðina en fólk ætti ekkert að láta það draga úr sér dampinn, megnið af þessu stöffi sem ég gerði var ókeypis og opið fyrir alla. Maður verður að grípa gæsina (e: bachelorette) þegar hún gefst. Djamm er snilld og það er mitt manifesto. *Krakk og Spaghettí er íslensk rapphljómsveit Dagbók Bents Airwaves Tónlist Næturlíf Tengdar fréttir Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Best er þegar túristar ramba inn og halda að Prikið sé bara alltaf svona í hádeginu. Dansklúbburinn er með manifesto þar sem manifesto er ógeðslega fyndin pæling þá skulum við að reyna að tikka í boxin. View this post on Instagram A post shared by Prikið Kaffihu s (@prikid101) Ef þetta er þitt fyrsta skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa Ég dansa fyrst í djóki. En svo reynir maður að hrista það af sér og dansa þangað til maður kann ekki lengur að skammast sín. Jón Gunnar Geirdal er að rústa þessu dansgólfi, kófsveittur í menningarnáms skyrtu. En maður þarf ekki að vera Michael Jordan til að fá að drippla. Leyf mér að vera með Jón Gunnar Geirdal. Lunch Beat reynir að vera vímulaust umhverfi Ótrúlegt en satt eru allir hérna bláedrú. En það væri ekki hægt að halda svona ef enginn eyddi neinu á barnum svo ég kaupi einn lite bjór til að styðja málefnið. Eftir dansveisluna á Prikinu kíki ég í Hús máls og menningar til að sjá Frey Eyjólfsson. Hann sándtjekkar alveg fram að giggi sem er smá eins og að sjá hvernig pulsa er búin til áður en þú borðar hana. Keli spilar fyrst og hljómar eins og blanda af Bruce Springsteen og Mugison. Hann brýtur samt reglu númer fjögur þegar hann syngur um strögglið í frystihúsinu. View this post on Instagram A post shared by Freyr Eyjolfsson (@freyreyjolfsson) Bannað er að ræða vinnuna þína á Lunch Beat Mál og Menning er fullkominn staður fyrir tónleika en samt eru ekki margir hérna. Kannski vegna þess að þetta er ekki alvöru Airwaves off venue. Til þess að fá að vera með á dagskránni þarf staðurinn að borga nokkra hundraðþúsundkalla og maður spyr sig hvort gestir á vegum Airwaves myndu eyða nóg á barnum til að það borgaði sig. En það hefði verið gaman að sjá fjöldann sem Freyjólfur á skilið. Fyrsta sem Freyr gerir er að segja öllum að tala við manneskjuna sér á hægri hönd og alls ekki horfa sig. Svo tekur hann lagið Look at Me og leikurinn er strax erfiður. Þegar lagið er búið eiga allir að skyrpa á gólfið. Engar áhyggjur, hann fékk leyfi frá vertanum. Þetta er ógeðslega skemmtilegt, tónlistarmenn eiga að skipa fólki meira fyrir. Ekki bara segja okkur að fara upp með hendur, segið okkur að snúa upp á geirvörturnar eða fara með faðir vorið. View this post on Instagram A post shared by Smekkleysa Plo tubu ð (@smekkleysa_sm) Á Lunch Beat eru allir sem viðstaddir eru dansfélagi þinn í klukkustund Sko, þegar það er tónlist í gangi og við erum að bíða eftir því að plötusnúður byrji þá er mjög erfitt að átta sig á því hvenær atriðið er byrjað. En hér á Stak/Smekkleysu er stappað af fólki og frír bjór þannig að ég dansa. Það þarf minna til að ég dilli mér en áður, þetta Lunch Beat virkar. View this post on Instagram A post shared by Apparat Organ Quartet (@apparatorgan) Lunch Beat býður öllum gestum sínum upp á 1 x DJ-Set og næringu í einhverju formi Maður í troðninginum segir mér að ég sé að upplifa once in a lifetime dæmi. Apparat Organ Quartet á greinilega alvöru aðdáendur. Það eru án djóks átta hljómborð fyrir hvern sem er að spila og tónlistin hljómar eins og þú myndir ímynda þér að þrisvar sinnum átta hljómborð hljómi þegar það er ýtt á alla takkana í einu. Ég spyr hvort þeir séu að frístæla, þeir voru ekki að því og fólki fannst ekki gaman að ég hafi spurt. „It’s just a great party” segir Dagur B með einhvers konar sænskum hreim. Ég held að hann lesi þessar dagbækur mínar og sé að stríða mér fyrir að hafa kallað hreiminn hans breskan síðast og bandarískan þarsíðast. Ég vil suður-afrískan næst. „It’s just a great party” segir Dagur B með einhvers konar sænskum hreim.Vilhelm Það er bransapartí á Listasafninu og staðurinn er fullur af skandinavískum Puff Daddy týpum. Alltaf þegar ég heilsa einhverjum er það eins og ég hafi verið að trufla milljón dollara samning. Þeir spyrja hverjum þeir ættu að fylgjast með, ég sting upp á Gugusar og þeir fá dollaramerki í augun og það rýkur úr eyrunum á þeim. Sölvi Blöndal fær það í buxurnar. Þegar húsið opnar byrjar hún að spila og fokk hvað hún stendur sig í stykkinu. Hér eru jafn margir og á öllum hinum tónleikunum samtals. Ein síns liðs hefur Gugusar látið jungle koma aftur og ávísanaheftin tæmast. Hún er svo mikil tía að hún er í fimm gallabuxum. Mógúlarnir keppast um að fylla út ávísanir, beygla þær í skutlur og dúndra þeim upp á svið. View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Lunch Beat getur verið sett upp hvar sem er, svo lengi sem viðburðirnir eru ekki í fjáröflunarskyni Ég hugsa til manifestósins og sting af. Á Petersen eru tvær stelpur sem kalla sig Bergmál. Þær eru að syngja Nakinn með Í svörtum fötum og ég held að ég sé sá eini hérna sem þekkir þær ekki persónulega. Þetta er Tvær úr tungunum dæmið sem ég þurfti eftir stórjaxla stemninguna áðan. View this post on Instagram A post shared by Bergmál (@bergmal.band) Ef þú ert orðið of þreytt til að dansa á Lunch Beat, þá máttu vinsamlegast fá þér hádegismat annars staðar Kannski ekki hægt að kalla það hádegismat en það er poppkorn í Bíó Paradís. Hér er verið að sýna myndina Turn of the Century eftir Traunerinn. Þetta eru 12 tónlistarmyndbönd við lög Sin Fang, Örvars og Sóleyjar og myndefnið sem er notað er skemmtilegt unglingastöff frá síðustu aldamótum. Vesturbæingar með unglingaveikina að taka kickflips er svo gott kombó með þessum ljúfu tónum. Indí músík væri æði ef það væri alltaf svona Jackass-stöff með því. Jónsi í Sigur Rós að fara niður brekku í innkaupakerru eða eitthvað. View this post on Instagram A post shared by SIN FANG (@sinfanggg) Ef þetta er þitt þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa Það er lítið hægt að dansa sitjandi í bíósal þannig að ég bruna á Húrra. „Ert þú Krakk eða Spaghetti?”* spyr ég mann sem er með krúttlegt lúkk í gangi. Hann segir að það sé alltaf að vera spyrja hann að þessu en nei, hann er Bjarni í Súpersport! og hann er næstur á svið. Gott hjá honum að vera út í sal frekar en að húka baksviðs fram að giggi. Stundum er gaman að sjá hvernig pulsa er búinn til. View this post on Instagram A post shared by supersport! (@ssuper.ssport) Vatn er alltaf frítt og aðgengilegt á öllum Lunch Beat viðburðum Það var örugglega vatn í boði, ég athugaði það ekki. En Súpersport! voru góð, mjög mikið Airwaves. Það er uppselt á hátíðina en fólk ætti ekkert að láta það draga úr sér dampinn, megnið af þessu stöffi sem ég gerði var ókeypis og opið fyrir alla. Maður verður að grípa gæsina (e: bachelorette) þegar hún gefst. Djamm er snilld og það er mitt manifesto. *Krakk og Spaghettí er íslensk rapphljómsveit
Dagbók Bents Airwaves Tónlist Næturlíf Tengdar fréttir Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31