Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Klopp ræðir við Mohamed Salah, stjörnu Liverpool. AP Photo/Jon Super Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00
Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01