Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 09:29 Luka Doncic hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu með Dallas Mavericks. Vísir/Getty Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116 NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116
NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik