Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 20:06 Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira