Lofaði að halda áfram að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 14:31 Guðlaugur Þór hafði ekki erindi sem erfiði í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins eftir að hann beið lægri hlut í formannskjöri í dag. Lofaði hann að vinna áfram að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira