Úr einum vasa í annan Jóna Torfadóttir skrifar 6. nóvember 2022 15:00 Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar