Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, sérfræðingur hjá KPMG, segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki vinni sjálfbærni upplýsingar á sama hátt og fjárhagsupplýsingar en ekki sem markaðsefni. Á Íslandi mælast aðeins 4% fyrirtækja með sjálfbærni á ábyrgð aðila í efsta stjórnunarlagi. Á heimsvísu er þetta hlutfall tæplega helmingur fyrirtækja. Vísir/Vilhelm Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. Þau eru hins vegar langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að markmiðum um losun gróðurhúslofttegunda. Eða að ábyrgðaraðili innan fyrirtækis sé aðili í efsta lagi stjórnunarlags. „Það er mikilvægt að fyrirtæki hugsi þetta ekki sem markaðsefni heldur raunveruleg gögn,“ segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz sérfræðingur hjá KPMG á Íslandi. Hún segir alla lagasetningu og umgjörð stefna í þá átt að sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja verði á endanum í stöðluðu formi. Í raun eins og líkja má við skil á ársreikningum. Sem þýðir að þá verður ekki hægt að tiltaka aðeins það sem jákvæðast er. „Okkur þætti furðulegt ef að við myndum aðeins sýna ársreikninga þegar fyrirtækjum gengur vel, skulda lítið og reksturinn að skila góðum hagnaði. Ársreikningar sýna allt, hvort sem niðurstöður eru jákvæðar eða ekki. Sjálfbærniupplýsingar þarf að vinna og leggja fram með sama hætti og þá þannig að það sé skýrt að þær byggi á raunverulegum gögnum og staðreyndum,“ segir Hildur. Ísland í samanburði við aðrar þjóðir Umræddar niðurstöður byggja á alþjóðlegri úttekt KPMG í 58 löndum. Um sex þúsund fyrirtæki voru skoðuð og úttekt gerð miðað við þau gögn sem til eru um sjálfbærni fyrirtækjanna. Þau gögn byggja ýmist á upplýsingum sem fram koma í sjálfbærniskýrslum fyrirtækja, í ársreikningum þeirra eða á vefsíðum þeirra. Þessi alþjóðlega úttekt KPMG hefur verið gerð tólf sinnum frá árinu 1993. Hildur segir úttektina árið 2022 þá viðamestu sem gerð hefur verið hingað því aldrei áður hafa gögn verið skoðuðu í jafn mörgum löndum. Þegar niðurstöður um íslensku fyrirtækin eru skoðuð, má sjá að langstærsta stökkið sem íslensk fyrirtæki taka snúa að upplýsingagjöfinni sjálfri. „Það er skemmtilegt að sjá hvernig íslensk fyrirtæki taka svona stórt stökk í upplýsingagjöf en árið 2020 mældust 52% fyrirtækja veita pplýsingar um sjálfbærni sína í samanburði við 91% nú. Þetta stökk má rekja til breytinga á lögum og oft eru það breytingar á lögum sem koma af stað miklum breytingum,“ segir Hildur en bætir við: „Að þessu sögðu má þó líka taka fram að það er aukin þrýstingur á fyrirtæki um sjálfbærniupplýsingar og sá þrýstingur er að koma úr mismunandi áttum. Fjárfestar, almenningur og aðrir hagaðilar eru farnir að kalla eftir þessum upplýsingum og það er án efa að hafa jákvæð áhrif.“ Sem dæmi um upplýsingar sem fólk vill þá vera upplýst um hjá fyrirtækjum eru upplýsingar um hvernig fyrirtækin eru að standa sig í umhverfismálum, hvernig kynjaskipting er innan fyrirtækisins, hvernig staðið er að mannréttarmálum í virðiskeðjunni, að mannauðsmálum innan vinnustaðarins og fleira. Á meðfylgjandi mynd má sjá helstu niðurstöður úttektar en þær voru kynntar á morgunfundi KPMG nýverið. Athygli vekur að fyrir utan upplýsingagjöfina, eru íslensk fyrirtæki að mælast neðan en meðaltal fyrirtækja í öðrum þáttum. Vísir/KPMG „Á heimsvísu er staðan til dæmis enn þannig að sjálfbærni er á ábyrgð aðila í efsta stjórnunarlagi hjá innan við helmingi fyrirtækja. Á Íslandi er þetta hlutfall hins vegar að mælast aðeins 4%,“ segir Hildur. „Þá er áberandi að íslensk fyrirtæki styðjast frekar við USF leiðbeiningar Nasdaq en staðla á borð við GRI staðalinn eða SASB staðalinn eins og algengt er hjá fyrirtækjum í Evrópu.“ Hvers vegna telur þú svo vera? „Í samanburði við til dæmis GRI staðalinn eru UFS leiðbeiningar Nasdaq aðgengilegar og nokkuð einaldar í notkun á meðan GRI staðallinn er viðameiri,“ svarar Hildur. „UFS Nasdaq er hins vegar þægilegur staðall til að styðjast við sem fyrsta skref. En þegar þangað er komið, gæti verið skynsamlegt fyrir íslensk fyrirtæki að huga að viðameiri úttektum eins og GRI því það væri þá ágætis undirbúningur undir þær breytingar sem verða fljótlega.“ Þá hvetur Hildur fyrirtæki til að framkvæma mikilvægisgreiningar. „Íslensk fyrirtæki eru langt á eftir þegar kemur að mikilvægisgreiningum en þær endurspegla þá þætti sem skipta starfsemi þeirra mestu máli þegar kemur að sjálfbærni. Með mikilvægisgreiningum er hægt að sjá hvar áhætturnar eru, hvaða áhrif við getum haft, hvaða gögn og mælingar við getum stuðst við og svo framvegis,“ segir Hildur og bætir við: „Framleiðslufyrirtæki er kannski að leggja mikla áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda því það er veigamikill þáttur í þeirra starfsemi. Á meðan banki leggur meiri áherslu á hvernig spornað er við mútum, spillingu og peningaþvætti svo dæmi séu tekin.“ En var eitthvað í niðurstöðunum um íslensku fyrirtækin sem kom þér á óvart? „Kannski ekki beint en ég get þó sagt að það sem kom mér aðeins á óvart var að íslensk fyrirtæki tiltaka síður Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en fyrirtæki á heimsvísu. Fyrirfram hefði ég talið íslensk fyrirtæki standa sig betur þar því umræðan um heimsmarkmiðin hefur verið töluverð að undanförnu.“ Þá fannst Hildi athyglisvert að sjá að þegar fyrirtæki nefndu einhver heimsmarkmið sérstaklega, voru íslensk fyrirtæki að skera sig úr hvað varðar það hvaða heimsmarkmið þau leggja mestu áherslu á. „Á heimsvísu eru flest fyrirtæki að velja heimsmarkmið númer 8. Sem er vel skiljanlegt því það heimsmarkmið er „Góð atvinna og hagvöxtur.“ Á Íslandi völdu 83% fyrirtækjanna hins vegar heimsmarkmið númer 5 og 9, en þau eru jafnrétti kynjanna annars vegar og nýsköpun og uppbyggingu hins vegar. Sem svo sem kemur ekki á óvart því aukin áhersla á jafnrétti hefur verið áberandi lengi og á Íslandi er mikil nýsköpunarstarfsemi. En það var áhugavert að sjá hversu vinsæl þessi heimsmarkmið eru á Íslandi, ólíkt öðrum þjóðum.“ Loftslagsmál Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 „Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. 6. júní 2022 11:12 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. 10. júní 2021 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Þau eru hins vegar langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að markmiðum um losun gróðurhúslofttegunda. Eða að ábyrgðaraðili innan fyrirtækis sé aðili í efsta lagi stjórnunarlags. „Það er mikilvægt að fyrirtæki hugsi þetta ekki sem markaðsefni heldur raunveruleg gögn,“ segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz sérfræðingur hjá KPMG á Íslandi. Hún segir alla lagasetningu og umgjörð stefna í þá átt að sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja verði á endanum í stöðluðu formi. Í raun eins og líkja má við skil á ársreikningum. Sem þýðir að þá verður ekki hægt að tiltaka aðeins það sem jákvæðast er. „Okkur þætti furðulegt ef að við myndum aðeins sýna ársreikninga þegar fyrirtækjum gengur vel, skulda lítið og reksturinn að skila góðum hagnaði. Ársreikningar sýna allt, hvort sem niðurstöður eru jákvæðar eða ekki. Sjálfbærniupplýsingar þarf að vinna og leggja fram með sama hætti og þá þannig að það sé skýrt að þær byggi á raunverulegum gögnum og staðreyndum,“ segir Hildur. Ísland í samanburði við aðrar þjóðir Umræddar niðurstöður byggja á alþjóðlegri úttekt KPMG í 58 löndum. Um sex þúsund fyrirtæki voru skoðuð og úttekt gerð miðað við þau gögn sem til eru um sjálfbærni fyrirtækjanna. Þau gögn byggja ýmist á upplýsingum sem fram koma í sjálfbærniskýrslum fyrirtækja, í ársreikningum þeirra eða á vefsíðum þeirra. Þessi alþjóðlega úttekt KPMG hefur verið gerð tólf sinnum frá árinu 1993. Hildur segir úttektina árið 2022 þá viðamestu sem gerð hefur verið hingað því aldrei áður hafa gögn verið skoðuðu í jafn mörgum löndum. Þegar niðurstöður um íslensku fyrirtækin eru skoðuð, má sjá að langstærsta stökkið sem íslensk fyrirtæki taka snúa að upplýsingagjöfinni sjálfri. „Það er skemmtilegt að sjá hvernig íslensk fyrirtæki taka svona stórt stökk í upplýsingagjöf en árið 2020 mældust 52% fyrirtækja veita pplýsingar um sjálfbærni sína í samanburði við 91% nú. Þetta stökk má rekja til breytinga á lögum og oft eru það breytingar á lögum sem koma af stað miklum breytingum,“ segir Hildur en bætir við: „Að þessu sögðu má þó líka taka fram að það er aukin þrýstingur á fyrirtæki um sjálfbærniupplýsingar og sá þrýstingur er að koma úr mismunandi áttum. Fjárfestar, almenningur og aðrir hagaðilar eru farnir að kalla eftir þessum upplýsingum og það er án efa að hafa jákvæð áhrif.“ Sem dæmi um upplýsingar sem fólk vill þá vera upplýst um hjá fyrirtækjum eru upplýsingar um hvernig fyrirtækin eru að standa sig í umhverfismálum, hvernig kynjaskipting er innan fyrirtækisins, hvernig staðið er að mannréttarmálum í virðiskeðjunni, að mannauðsmálum innan vinnustaðarins og fleira. Á meðfylgjandi mynd má sjá helstu niðurstöður úttektar en þær voru kynntar á morgunfundi KPMG nýverið. Athygli vekur að fyrir utan upplýsingagjöfina, eru íslensk fyrirtæki að mælast neðan en meðaltal fyrirtækja í öðrum þáttum. Vísir/KPMG „Á heimsvísu er staðan til dæmis enn þannig að sjálfbærni er á ábyrgð aðila í efsta stjórnunarlagi hjá innan við helmingi fyrirtækja. Á Íslandi er þetta hlutfall hins vegar að mælast aðeins 4%,“ segir Hildur. „Þá er áberandi að íslensk fyrirtæki styðjast frekar við USF leiðbeiningar Nasdaq en staðla á borð við GRI staðalinn eða SASB staðalinn eins og algengt er hjá fyrirtækjum í Evrópu.“ Hvers vegna telur þú svo vera? „Í samanburði við til dæmis GRI staðalinn eru UFS leiðbeiningar Nasdaq aðgengilegar og nokkuð einaldar í notkun á meðan GRI staðallinn er viðameiri,“ svarar Hildur. „UFS Nasdaq er hins vegar þægilegur staðall til að styðjast við sem fyrsta skref. En þegar þangað er komið, gæti verið skynsamlegt fyrir íslensk fyrirtæki að huga að viðameiri úttektum eins og GRI því það væri þá ágætis undirbúningur undir þær breytingar sem verða fljótlega.“ Þá hvetur Hildur fyrirtæki til að framkvæma mikilvægisgreiningar. „Íslensk fyrirtæki eru langt á eftir þegar kemur að mikilvægisgreiningum en þær endurspegla þá þætti sem skipta starfsemi þeirra mestu máli þegar kemur að sjálfbærni. Með mikilvægisgreiningum er hægt að sjá hvar áhætturnar eru, hvaða áhrif við getum haft, hvaða gögn og mælingar við getum stuðst við og svo framvegis,“ segir Hildur og bætir við: „Framleiðslufyrirtæki er kannski að leggja mikla áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda því það er veigamikill þáttur í þeirra starfsemi. Á meðan banki leggur meiri áherslu á hvernig spornað er við mútum, spillingu og peningaþvætti svo dæmi séu tekin.“ En var eitthvað í niðurstöðunum um íslensku fyrirtækin sem kom þér á óvart? „Kannski ekki beint en ég get þó sagt að það sem kom mér aðeins á óvart var að íslensk fyrirtæki tiltaka síður Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en fyrirtæki á heimsvísu. Fyrirfram hefði ég talið íslensk fyrirtæki standa sig betur þar því umræðan um heimsmarkmiðin hefur verið töluverð að undanförnu.“ Þá fannst Hildi athyglisvert að sjá að þegar fyrirtæki nefndu einhver heimsmarkmið sérstaklega, voru íslensk fyrirtæki að skera sig úr hvað varðar það hvaða heimsmarkmið þau leggja mestu áherslu á. „Á heimsvísu eru flest fyrirtæki að velja heimsmarkmið númer 8. Sem er vel skiljanlegt því það heimsmarkmið er „Góð atvinna og hagvöxtur.“ Á Íslandi völdu 83% fyrirtækjanna hins vegar heimsmarkmið númer 5 og 9, en þau eru jafnrétti kynjanna annars vegar og nýsköpun og uppbyggingu hins vegar. Sem svo sem kemur ekki á óvart því aukin áhersla á jafnrétti hefur verið áberandi lengi og á Íslandi er mikil nýsköpunarstarfsemi. En það var áhugavert að sjá hversu vinsæl þessi heimsmarkmið eru á Íslandi, ólíkt öðrum þjóðum.“
Loftslagsmál Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 „Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. 6. júní 2022 11:12 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. 10. júní 2021 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01
„Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. 6. júní 2022 11:12
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01
Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01
Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. 10. júní 2021 07:00