„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 15:01 Eydís Helena Evensen mynduð af kærasta sínum Einari Egils rétt áður en hún steig á svið í Fríkirkjunni síðastliðinn föstudag. Einar Egilsson Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi. „Ég spilaði fyrst á Airwaves árið 2018 í Iðnó á Bella Union kvöldinu. Það var einstaklega stressandi en spennandi upplifun, en ég kláraði útsetningarnar fyrir strengjakvartettinn nokkrum dögum fyrir tónleikana,“ segir Eydís í samtali við blaðamann. Hún bætir við að mætingin hafi verið ágæt en það hafi þýtt mikið fyrir hana að sjá fjölskyldu og vini í salnum. View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Létt spennufall „Eftir tónleikana þá fékk ég létt spennufall, en fyrsta manneskjan sem ég hitti eftir giggið var A&R frá Sony Masterworks sem þakkaði fyrir sig, gaf mér nafnspjaldið sitt og bað mig um að vera í sambandi. Ég brosti út að eyrum og fór til fjölskyldu minnar, norðurljósin dönsuðu úti fyrir ofan okkur og eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig og mitt tónlistarferðalag.“ Airwaves á því alltaf stað í hjarta hennar. „Það var alveg einstök upplifun að fá að spila aftur á hátíðinni í Fríkirkjunni, það er alltaf best að fá að spila heima á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hreinskilni og svigrúm fyrir flæðið Eydís segir síðustu ár hafa verið hreint út sagt mögnuð og lýsir þeim sem algjörum tilfinningarússíbana. „Það var vissulega áskorun að byrja fyrst að gefa út tónlist í Covid, en mikið er ég þakklát fyrir það hvernig allt hefur þróast í gegnum síðustu mánuði. Það hefur verið svo gaman að fá að spila víða um Evrópu og Seattle.“ View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hver dagur er ólíkur hjá Eydísi en aðspurð hvað skipti hana mestu máli í listsköpuninni segir hún: „Hreinskilni og að geta gefið sér svigrúm til þess að flæða í gegnum sköpun hvers dags, þar sem allir dagar eru öðruvísi tilfinningalega séð. Ég sæki innblásturinn svo frá okkar fallegu náttúru og veðurfari á Íslandi, ásamt persónulegum upplifunum og tilfinningum.“ View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Airwaves Tónlist Menning Tengdar fréttir „Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 15. apríl 2022 11:00 Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 26. október 2021 09:30 Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. 4. júní 2021 14:31 „Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. 30. janúar 2021 07:00 Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég spilaði fyrst á Airwaves árið 2018 í Iðnó á Bella Union kvöldinu. Það var einstaklega stressandi en spennandi upplifun, en ég kláraði útsetningarnar fyrir strengjakvartettinn nokkrum dögum fyrir tónleikana,“ segir Eydís í samtali við blaðamann. Hún bætir við að mætingin hafi verið ágæt en það hafi þýtt mikið fyrir hana að sjá fjölskyldu og vini í salnum. View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Létt spennufall „Eftir tónleikana þá fékk ég létt spennufall, en fyrsta manneskjan sem ég hitti eftir giggið var A&R frá Sony Masterworks sem þakkaði fyrir sig, gaf mér nafnspjaldið sitt og bað mig um að vera í sambandi. Ég brosti út að eyrum og fór til fjölskyldu minnar, norðurljósin dönsuðu úti fyrir ofan okkur og eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig og mitt tónlistarferðalag.“ Airwaves á því alltaf stað í hjarta hennar. „Það var alveg einstök upplifun að fá að spila aftur á hátíðinni í Fríkirkjunni, það er alltaf best að fá að spila heima á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hreinskilni og svigrúm fyrir flæðið Eydís segir síðustu ár hafa verið hreint út sagt mögnuð og lýsir þeim sem algjörum tilfinningarússíbana. „Það var vissulega áskorun að byrja fyrst að gefa út tónlist í Covid, en mikið er ég þakklát fyrir það hvernig allt hefur þróast í gegnum síðustu mánuði. Það hefur verið svo gaman að fá að spila víða um Evrópu og Seattle.“ View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hver dagur er ólíkur hjá Eydísi en aðspurð hvað skipti hana mestu máli í listsköpuninni segir hún: „Hreinskilni og að geta gefið sér svigrúm til þess að flæða í gegnum sköpun hvers dags, þar sem allir dagar eru öðruvísi tilfinningalega séð. Ég sæki innblásturinn svo frá okkar fallegu náttúru og veðurfari á Íslandi, ásamt persónulegum upplifunum og tilfinningum.“ View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen)
Airwaves Tónlist Menning Tengdar fréttir „Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 15. apríl 2022 11:00 Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 26. október 2021 09:30 Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. 4. júní 2021 14:31 „Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. 30. janúar 2021 07:00 Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 15. apríl 2022 11:00
Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 26. október 2021 09:30
Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. 4. júní 2021 14:31
„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. 30. janúar 2021 07:00
Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31