Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2022 10:44 Xeny sýndi frábær tilþrif í liði Viðstöðu í gær. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. Xeny sýndi tilþrifin snemma í leiknum þega Viðstöðu og LAVA áttust við í fyrstu viðureign níundu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í gær. Staðan var 3-0, LAVA í vil, og leit út fyrir að liðið myndi auka forskot sitt. Xeny var einn eftir á móti fjórum meplimum LAVA, en tók út þrjá liðsmenn andstæðinganna áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusvæði A í kortinu Inferno. Til að vera alveg viss um að lotan væri þeirra tók xeny einnig út fjórða og seinasta meðlim LAVA áður en tíminn rann út og minnkaði þar með muninn niður í 3-1. Þrátt fyrir þessi frábæru tilþrif xeny þurftu liðsmenn Viðstöðu þó að sætta sig við nokkuð sannfærandi tap, 16-8, en tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport
Xeny sýndi tilþrifin snemma í leiknum þega Viðstöðu og LAVA áttust við í fyrstu viðureign níundu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í gær. Staðan var 3-0, LAVA í vil, og leit út fyrir að liðið myndi auka forskot sitt. Xeny var einn eftir á móti fjórum meplimum LAVA, en tók út þrjá liðsmenn andstæðinganna áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusvæði A í kortinu Inferno. Til að vera alveg viss um að lotan væri þeirra tók xeny einnig út fjórða og seinasta meðlim LAVA áður en tíminn rann út og minnkaði þar með muninn niður í 3-1. Þrátt fyrir þessi frábæru tilþrif xeny þurftu liðsmenn Viðstöðu þó að sætta sig við nokkuð sannfærandi tap, 16-8, en tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport