Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2022 15:57 Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Baltasar Kormákur og Ólafur Arnalds eru meðal þeirra Íslendinga sem komu að gerð myndbandsins þar sem tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar. Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. Evrópska kvikmyndaakademían upplýsti um tilnefningarnar með birtingu myndbandsins. Hátíðin fer fram annað hvert ár í Berlín en þess á milli í öðrum borgum Evrópu. Nú er komið að Reykjavík. Þetta er í 35. skipti sem kvikmyndaverðlaunin eru haldin og af því tilefni var ákveðið í fyrsta sinn að kynna tilnefningar með myndbandi. Framleiðslan var unnin í samstarfi Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og Íslandsstofu. Klippa: Tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Arnar Helgi Atlondres leikstýrði myndbandinu og Atli Örvarsson samdi tónlist. Fram koma Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Benedikt Erlingsson, Ólafur Arnalds og Baltasar Kormákur. Stjörnurnar mæta til Reykjavíkur Margir þekktir leikstjórarar og leikarar munu sækja landið heim þegar verðlaunaafhendingin fer fram í desember. Má þar nefna spænsku leikkonuna Penélope Cruz sem er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir Parallel Mothers og breska leikarann Kenneth Branagh sem er tilnefndur fyrir besta handritið fyrir Belfast. Einnig sænska leikstjórinn Ruben Östlund, sem fékk tilnefningar fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir Triangle of Sadness. Penelope Cruz er meðal tilnefndra sem munu væntanlega leggja leið sína til landsins. Hér er hún í hlutverki sínu í Paralell Mothers. Volaða land með tilnefningu Þá er danski leikarinn Elliott Crosset Hove tilnefndur sem besti evrópski leikarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni Godland, eða Volaða land, eftir íslenska leikstjórann Hlyn Pálmason. Myndin fjallar um danskan prest sem ferðast til Íslands í lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Ingvar E. Sigurðsson fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Fram hefur komið að Leynilöggan, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tilefnd í flokki gamanmynda á hátíðinni fyrst íslenskra kvikmynda. Nóvember er tileinkaður evrópskri kvikmyndagerð en allar kvikmyndirnar sem eru tilnefndar sem besta kvikmynd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verða sýndar í Bíó Paradís. Einnig verða sérstakar spurt og svarað sýningar með heiðursverðlaunahöfum, ásamt fjölda sérviðburða í Bíó Paradís. Sýningarnar munu fara fram aðdraganda verðlaunanna. Hægt er að kynna sér dagskrána á bioparadis.is. Klippa: Volaða land - sýnishorn Tilnefningar eru eftirfarandi: Besta evrópska kvikmyndin ALCARRÀS, leikstjóri Carla Simón, framleidd af María Zamora, Stefan Schmitz, Tono Folguera og Giovanni Pompili. (Spánn/Ítalía) CLOSE, leikstjóri Lukas Dhont, framleidd af Michiel Dhont, Dirk Impens, Michel Saint-Jean, Laurette Schillings, Arnold Heslenfeld, Frans van Gestel og Jacques-Henri Bronckart (Belgía/Frakkaland/Holland) CORSAGE, leikstjóri Marie Kreutzer, framleidd af Alexander Glehr, Johanna Scherz, Bernard Michaux, Jonas Dornbach, Janine Jackowski, Maren Ade & Jean-Christophe Reymond(Austurríki/ Luxemburg/ Þýskaland/Frakkland) HOLY SPIDER, leikstjóri Ali Abbasi, framleidd af Sol Bondy & Jacob Jarek (Danmörk/Þýskaland/ Svíþjóð/ Frakkland) TRIANGLE OF SADNESS, leikstjóri Ruben Östlund, framleidd af Erik Hemmendorff & Philippe Bober (Svíþjóð/ Þýskaland/ Frakkland/ Bretland) Besta evrópska heimildamyndin A HOUSE MADE OF SPLINTERS, leikstjóri Simon Lereng Wilmont (Danmörk/ Svíþjóð/ Finnland/ Úkraína) GIRL GANG, leikstjóri Susanne Regina Meures (Sviss) MARIUPOLIS 2, leikstjóri Mantas Kvedaravičius (Litháen/ Frakkland/ Þýskaland) THE BALCONY MOVIE, leikstjóri Paweł Łoziński (Pólland) THE MARCH ON ROME, leikstjóri Mark Cousins (Ítalía) Besti evrópski leikstjórinn Lukas Dhont fyrir CLOSE Marie Kreutzer fyrir CORSAGE Jerzy Skolimowski fyrir EO Ali Abbasi fyrir HOLY SPIDER Alice Diop fyrir SAINT OMER Ruben Östlund fyrir TRIANGLE OF SADNESS Besta evrópska leikkonan Vicky Krieps fyrir CORSAGE Zar Amir Ebrahimi fyrir HOLY SPIDER Léa Seydoux fyrir ONE FINE MORNING Penélope Cruz fyrir PARALLEL MOTHERS Meltem Kaptan fyrir RABIYE KURNAZ VS. GEORGE W. BUSH Besti evrópski leikarinn Paul Mescal fyrir AFTERSUN Eden Dambrine fyrir CLOSE Elliott Crosset Hove fyrir GODLAND Pierfrancesco Favino fyrir NOSTALGIA Zlatko Burić fyrir TRIANGLE OF SADNESS Besta evrópska handritið Carla Simón og Arnau Vilaró fyrir ALCARRÀS Kenneth Branagh fyrir BELFAST Lukas Dhont og Angelo Tijssens fyrir CLOSE Ali Abbasi og Afshin Kamran Bahrami fyrir HOLY SPIDER Ruben Östlund fyrir TRIANGLE OF SADNESS Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Evrópska kvikmyndaakademían upplýsti um tilnefningarnar með birtingu myndbandsins. Hátíðin fer fram annað hvert ár í Berlín en þess á milli í öðrum borgum Evrópu. Nú er komið að Reykjavík. Þetta er í 35. skipti sem kvikmyndaverðlaunin eru haldin og af því tilefni var ákveðið í fyrsta sinn að kynna tilnefningar með myndbandi. Framleiðslan var unnin í samstarfi Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og Íslandsstofu. Klippa: Tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Arnar Helgi Atlondres leikstýrði myndbandinu og Atli Örvarsson samdi tónlist. Fram koma Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Benedikt Erlingsson, Ólafur Arnalds og Baltasar Kormákur. Stjörnurnar mæta til Reykjavíkur Margir þekktir leikstjórarar og leikarar munu sækja landið heim þegar verðlaunaafhendingin fer fram í desember. Má þar nefna spænsku leikkonuna Penélope Cruz sem er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir Parallel Mothers og breska leikarann Kenneth Branagh sem er tilnefndur fyrir besta handritið fyrir Belfast. Einnig sænska leikstjórinn Ruben Östlund, sem fékk tilnefningar fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir Triangle of Sadness. Penelope Cruz er meðal tilnefndra sem munu væntanlega leggja leið sína til landsins. Hér er hún í hlutverki sínu í Paralell Mothers. Volaða land með tilnefningu Þá er danski leikarinn Elliott Crosset Hove tilnefndur sem besti evrópski leikarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni Godland, eða Volaða land, eftir íslenska leikstjórann Hlyn Pálmason. Myndin fjallar um danskan prest sem ferðast til Íslands í lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Ingvar E. Sigurðsson fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Fram hefur komið að Leynilöggan, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tilefnd í flokki gamanmynda á hátíðinni fyrst íslenskra kvikmynda. Nóvember er tileinkaður evrópskri kvikmyndagerð en allar kvikmyndirnar sem eru tilnefndar sem besta kvikmynd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verða sýndar í Bíó Paradís. Einnig verða sérstakar spurt og svarað sýningar með heiðursverðlaunahöfum, ásamt fjölda sérviðburða í Bíó Paradís. Sýningarnar munu fara fram aðdraganda verðlaunanna. Hægt er að kynna sér dagskrána á bioparadis.is. Klippa: Volaða land - sýnishorn Tilnefningar eru eftirfarandi: Besta evrópska kvikmyndin ALCARRÀS, leikstjóri Carla Simón, framleidd af María Zamora, Stefan Schmitz, Tono Folguera og Giovanni Pompili. (Spánn/Ítalía) CLOSE, leikstjóri Lukas Dhont, framleidd af Michiel Dhont, Dirk Impens, Michel Saint-Jean, Laurette Schillings, Arnold Heslenfeld, Frans van Gestel og Jacques-Henri Bronckart (Belgía/Frakkaland/Holland) CORSAGE, leikstjóri Marie Kreutzer, framleidd af Alexander Glehr, Johanna Scherz, Bernard Michaux, Jonas Dornbach, Janine Jackowski, Maren Ade & Jean-Christophe Reymond(Austurríki/ Luxemburg/ Þýskaland/Frakkland) HOLY SPIDER, leikstjóri Ali Abbasi, framleidd af Sol Bondy & Jacob Jarek (Danmörk/Þýskaland/ Svíþjóð/ Frakkland) TRIANGLE OF SADNESS, leikstjóri Ruben Östlund, framleidd af Erik Hemmendorff & Philippe Bober (Svíþjóð/ Þýskaland/ Frakkland/ Bretland) Besta evrópska heimildamyndin A HOUSE MADE OF SPLINTERS, leikstjóri Simon Lereng Wilmont (Danmörk/ Svíþjóð/ Finnland/ Úkraína) GIRL GANG, leikstjóri Susanne Regina Meures (Sviss) MARIUPOLIS 2, leikstjóri Mantas Kvedaravičius (Litháen/ Frakkland/ Þýskaland) THE BALCONY MOVIE, leikstjóri Paweł Łoziński (Pólland) THE MARCH ON ROME, leikstjóri Mark Cousins (Ítalía) Besti evrópski leikstjórinn Lukas Dhont fyrir CLOSE Marie Kreutzer fyrir CORSAGE Jerzy Skolimowski fyrir EO Ali Abbasi fyrir HOLY SPIDER Alice Diop fyrir SAINT OMER Ruben Östlund fyrir TRIANGLE OF SADNESS Besta evrópska leikkonan Vicky Krieps fyrir CORSAGE Zar Amir Ebrahimi fyrir HOLY SPIDER Léa Seydoux fyrir ONE FINE MORNING Penélope Cruz fyrir PARALLEL MOTHERS Meltem Kaptan fyrir RABIYE KURNAZ VS. GEORGE W. BUSH Besti evrópski leikarinn Paul Mescal fyrir AFTERSUN Eden Dambrine fyrir CLOSE Elliott Crosset Hove fyrir GODLAND Pierfrancesco Favino fyrir NOSTALGIA Zlatko Burić fyrir TRIANGLE OF SADNESS Besta evrópska handritið Carla Simón og Arnau Vilaró fyrir ALCARRÀS Kenneth Branagh fyrir BELFAST Lukas Dhont og Angelo Tijssens fyrir CLOSE Ali Abbasi og Afshin Kamran Bahrami fyrir HOLY SPIDER Ruben Östlund fyrir TRIANGLE OF SADNESS Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17