Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 17:44 Hjartasvellið í Hafnarfirði opnar klukkan þrjú í dag. Hjartasvellið Í dag opnaði glæsilegt 200 fermetra skautasvell í hjarta Hafnarfjarðar. Svellið nefnist Hjartasvell og er því ætlað að efla jólastemninguna og stuðla að hreyfingu og afþreyingu fyrir fjölskyldur á aðventunni. Hjartasvellið var kynnt til leiks í fyrsta sinn á aðventunni í fyrra. Naut það mikilla vinsælda og því var ákveðið að það skyldi rísa aftur í ár. Það er staðsett fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar, beint á móti Bæjarbíó. Svellið verður því í alfaraleið fyrir þá sem hyggjast kíkja á ljósadýrðina í Hellisgerði eða heimsækja hið sívinsæla jólaþorp í Hafnarfirði sem opnar þann 18. nóvember. Vistvæn afþreying á aðventunni Hjartasvellið opnaði í dag og verður það opið frá fimmtudögum til sunnudaga til 30. desember. Þá verður frítt inn alla fimmtudaga og föstudaga klukkan 15, en venjulega kostar 1.200 krónur en bóka þarf pláss á Tix.is. Hjartasvellið er einstakt að því leyti að hvorki er notast við vatn né rafmagn við uppsetningu þess. Þess í stað er er notast við sérhannaðar gerviísplötur og er svellið því afar vistvænt. Hafnarfjörður Jól Menning Skautaíþróttir Tengdar fréttir Hjartanlega velkomin í Hafnarfjörð Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að njóta með okkur í aðdraganda jólanna í Hafnarfirði. 9. desember 2021 13:00 Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól
Hjartasvellið var kynnt til leiks í fyrsta sinn á aðventunni í fyrra. Naut það mikilla vinsælda og því var ákveðið að það skyldi rísa aftur í ár. Það er staðsett fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar, beint á móti Bæjarbíó. Svellið verður því í alfaraleið fyrir þá sem hyggjast kíkja á ljósadýrðina í Hellisgerði eða heimsækja hið sívinsæla jólaþorp í Hafnarfirði sem opnar þann 18. nóvember. Vistvæn afþreying á aðventunni Hjartasvellið opnaði í dag og verður það opið frá fimmtudögum til sunnudaga til 30. desember. Þá verður frítt inn alla fimmtudaga og föstudaga klukkan 15, en venjulega kostar 1.200 krónur en bóka þarf pláss á Tix.is. Hjartasvellið er einstakt að því leyti að hvorki er notast við vatn né rafmagn við uppsetningu þess. Þess í stað er er notast við sérhannaðar gerviísplötur og er svellið því afar vistvænt.
Hafnarfjörður Jól Menning Skautaíþróttir Tengdar fréttir Hjartanlega velkomin í Hafnarfjörð Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að njóta með okkur í aðdraganda jólanna í Hafnarfirði. 9. desember 2021 13:00 Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól
Hjartanlega velkomin í Hafnarfjörð Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að njóta með okkur í aðdraganda jólanna í Hafnarfirði. 9. desember 2021 13:00
Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00