Anníe Mist í sérstakri stöðu á sögulegum fyrsta heimslista CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir verður í sérstakri stöðu þegar fyrsti heimslistinn verður settur saman enda eyddi hún heilu ári í liðakeppninni og því er óvissa um stigin sem hún færi fyrir það. Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin kynntu í gær til leiks nýjan heimslista í CrossFit íþróttinni líkt og við þekkjum svo vel í golfi og tennis. Frá og með næsta tímabili þá mun besta CrossFit fólk heims vita í hvaða sæti það er í heiminum og hvort það er á uppleið eða niðurleið. CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira