Segir Keane hræsnara vegna ummæla um Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:45 Wayne Rooney er í dag þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United. Andrew Katsampes/Getty Images Wayne Rooney hefur gagnrýnt fyrrum samherja sinn hjá Manchester United vegna ummæla hans um Cristiano Ronaldo á þessari leiktíð. Roy Keane starfar í dag fyrir Sky Sports en var á sínum tíma fyrirliði Manchester United og vann fjölda titla með liðinu. Keane kallaði ekki allt ömmu sína og var í raun látinn fara vegna ummæla sem hann lét falla um þáverandi samherja sína. Keane hefur verið duglegur að gagnrýna Erik ten Hag, þjálfara Man United, fyrir að spila Ronaldo ekki meira en þjálfarinn hefur verið duglegur að Wayne Rooney lék með bæði hinum írska Keane og hinum portúgalska Ronaldo hjá Man United á árum áður. Þekkjandi Keane þá furðar Rooney sig á þeim ummælum sem Írinn hefur látið falla um portúgalska framherjann á þessari leiktíð. I ve seen Roy Keane defending him?! Roy wouldn t have accepted that at all. It s a distraction #MUFC don t need. Wayne Rooney blasts Ronaldo for his recent outburst with Erik ten Hag. pic.twitter.com/t05HUQcD7b— talkSPORT (@talkSPORT) November 11, 2022 „Það sem Ronaldo hefur gert síðan tímabilið byrjaði er ekki ásættanlegt fyrir Manchester United. Svo sé ég Roy Keane verja hann, Roy hefði ekki gert það á sínum tíma. Þetta er truflun sem félagið þar ekki á að halda þegar það er að reyna byggja til framtíðar,“ sagði Rooney í viðtali við talkSPORT. „Cristiano ætti að leggja hart að sér og vera tilbúinn þegar þjálfarinn þarf á honum að halda. Ef hann gerir það þá er hann mikils virði. Ef hann gerir það ekki þá er hann truflun sem Man United þarf ekki á að halda.“ Ronaldo missti af undirbúningstímabilinu þar sem hann var í Portúgal vegna persónulegra aðstæðna. Á sama tíma fór umboðsmaður hans, Jorge Mendes, í Evróputúr í von um að koma leikmanninum til liða sem myndu leika í Meistaradeild Evrópu. Það gekk ekki eftir og Ronaldo var áfram leikmaður Man United. Ronaldo hefur ekki leikið vel og yfirgaf Old Trafford áður en flautað var til leiksloka eftir að hafa neitað að koma inn af bekknum þegar liðsfélagar hans unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Tottenham Hotspur nýverið. Eitthvað sem Keane hefði tekið menn á teppið fyrir á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Roy Keane starfar í dag fyrir Sky Sports en var á sínum tíma fyrirliði Manchester United og vann fjölda titla með liðinu. Keane kallaði ekki allt ömmu sína og var í raun látinn fara vegna ummæla sem hann lét falla um þáverandi samherja sína. Keane hefur verið duglegur að gagnrýna Erik ten Hag, þjálfara Man United, fyrir að spila Ronaldo ekki meira en þjálfarinn hefur verið duglegur að Wayne Rooney lék með bæði hinum írska Keane og hinum portúgalska Ronaldo hjá Man United á árum áður. Þekkjandi Keane þá furðar Rooney sig á þeim ummælum sem Írinn hefur látið falla um portúgalska framherjann á þessari leiktíð. I ve seen Roy Keane defending him?! Roy wouldn t have accepted that at all. It s a distraction #MUFC don t need. Wayne Rooney blasts Ronaldo for his recent outburst with Erik ten Hag. pic.twitter.com/t05HUQcD7b— talkSPORT (@talkSPORT) November 11, 2022 „Það sem Ronaldo hefur gert síðan tímabilið byrjaði er ekki ásættanlegt fyrir Manchester United. Svo sé ég Roy Keane verja hann, Roy hefði ekki gert það á sínum tíma. Þetta er truflun sem félagið þar ekki á að halda þegar það er að reyna byggja til framtíðar,“ sagði Rooney í viðtali við talkSPORT. „Cristiano ætti að leggja hart að sér og vera tilbúinn þegar þjálfarinn þarf á honum að halda. Ef hann gerir það þá er hann mikils virði. Ef hann gerir það ekki þá er hann truflun sem Man United þarf ekki á að halda.“ Ronaldo missti af undirbúningstímabilinu þar sem hann var í Portúgal vegna persónulegra aðstæðna. Á sama tíma fór umboðsmaður hans, Jorge Mendes, í Evróputúr í von um að koma leikmanninum til liða sem myndu leika í Meistaradeild Evrópu. Það gekk ekki eftir og Ronaldo var áfram leikmaður Man United. Ronaldo hefur ekki leikið vel og yfirgaf Old Trafford áður en flautað var til leiksloka eftir að hafa neitað að koma inn af bekknum þegar liðsfélagar hans unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Tottenham Hotspur nýverið. Eitthvað sem Keane hefði tekið menn á teppið fyrir á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira