Réttarhöldin hafa staðið yfir í nærri þrjá mánuði. Mendy var handtekinn á síðasta ári og hefur ekki spilað fyrir Man City síðan í ágúst 2021. Samkvæmt The Athletic þá vissi starfslið Man City ekki að Guardiola væri að fara gefa vitnisburð og neitaði félagið að svara fyrirspurn Athletic varðandi málið.
Report from Benjamin Mendy s trial on the day Pep Guardiola, Manchester City s manager, became the first current club employee to give evidence on the 28-year-old s behalf:@TheAthleticFC https://t.co/AWasM9Dkev
— Dan Sheldon (@dansheldonsport) November 14, 2022
Guardiola er fyrsta vitni réttarhaldanna sem starfar fyrir Man City. Hann sagði að Mendy vera „ góðan dreng“ og einhvern sem „væri mjög örlátur.“ Guardiola mætti þó ekki í réttarsal heldur fór vitnisburður hans fram í gegnum fjarskiptabúnað.
Aðspurður af hverju hann væri að bera vitni þá sagði Guardiola ástæðuna einfaldlega vera að Mendy hefði beðið hann um það. Guardiola sagðist ekki vita hvað Mendy gerði utan vallar þar sem hann „væri ekki faðir leikmannsins.“
Pep tók fram að ómögulegt væri að vita hvað leikmenn liðsins gerðu þegar þeir væru ekki á æfingasvæðinu. Það væri hægt inn á æfingasvæðinu en þess utan væri það ómögulegt. Vitnisburður Guardiola entist í um það bil tíu mínútur. Málið heldur áfram.